Leita í fréttum mbl.is

Gróði Ryanair og neytenda.

Það eru ánægjuleg tíðindi að Ryanair skuli vera rekið með mesta hagnaði í sögu flugfélagsins. Ryanair var brautryðjandi í lágum flugfargjöldum og með tilkomu þess urðu til aðrar viðmiðanir í verðlagningu í flugi fyrir neytendur.  Önnur lágfargjalda flugfélög fylgja eftir Ryanair þannig að samkeppni er á þessum markaði sem betur fer.

Með þeim breytingum sem orðið hafa með tilkomu lággjaldaflugfélaga hafa ferðalög venjulegs fólks stóraukist og þar með frelsi með auknum möguleikum til að fara hvert sem er innan Evrópu án mikils kostnaðar.

Fyrir nokkrum árum flaug ég fram og til baka milli London og Brussel með Ryanair. Fargjöldin voru svo lág að það kostaði meira fyrir mig að taka lest inn í miðborg London en að fljúga með Ryanair til Brussel.

Fyrir okkur skiptir gríðarlegu máli að það sé samkeppni í samgöngum. Það verður að vera hægt að komast með auðveldum hætti og ódýrum á milli landa.  Þess vegna verða stjórnvöld að vinna að því að samkeppni í samgöngum verði sem mest bæði í flugsamgöngum og einngi í vöruflutningum til landsins. Hluti af skýringu á háu vöruverði til neytenda kann að vera fólgið í háum flutningsgjöldum skipafélaga.


mbl.is Methagnaður hjá Ryanair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 355
  • Sl. sólarhring: 653
  • Sl. viku: 4821
  • Frá upphafi: 2558744

Annað

  • Innlit í dag: 333
  • Innlit sl. viku: 4520
  • Gestir í dag: 317
  • IP-tölur í dag: 310

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband