Leita í fréttum mbl.is

Gróði Ryanair og neytenda.

Það eru ánægjuleg tíðindi að Ryanair skuli vera rekið með mesta hagnaði í sögu flugfélagsins. Ryanair var brautryðjandi í lágum flugfargjöldum og með tilkomu þess urðu til aðrar viðmiðanir í verðlagningu í flugi fyrir neytendur.  Önnur lágfargjalda flugfélög fylgja eftir Ryanair þannig að samkeppni er á þessum markaði sem betur fer.

Með þeim breytingum sem orðið hafa með tilkomu lággjaldaflugfélaga hafa ferðalög venjulegs fólks stóraukist og þar með frelsi með auknum möguleikum til að fara hvert sem er innan Evrópu án mikils kostnaðar.

Fyrir nokkrum árum flaug ég fram og til baka milli London og Brussel með Ryanair. Fargjöldin voru svo lág að það kostaði meira fyrir mig að taka lest inn í miðborg London en að fljúga með Ryanair til Brussel.

Fyrir okkur skiptir gríðarlegu máli að það sé samkeppni í samgöngum. Það verður að vera hægt að komast með auðveldum hætti og ódýrum á milli landa.  Þess vegna verða stjórnvöld að vinna að því að samkeppni í samgöngum verði sem mest bæði í flugsamgöngum og einngi í vöruflutningum til landsins. Hluti af skýringu á háu vöruverði til neytenda kann að vera fólgið í háum flutningsgjöldum skipafélaga.


mbl.is Methagnaður hjá Ryanair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, hvaðan ætli nú Ryanair fái þennan gróða? Selur manni ódýr sæti, breytir svo farangursreglum með litlum sem engum fyrirvara (nýjustu reglur eru 15 kíló per innritaða tösku og má ekki deila með sér vigt þó fólk sé á sama bókunarnúmeri). Við þurftum um daginn að borga £40 aukalega fyrir svona rugl og þá er nú orðið lítið eftir af sparnaðinum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.7.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Bara svona smá nöldur. Einhvern veginn rekur minni mitt til þess að það hafi verið álitið að Loftleiðir hafi rutt lággjaldabrautina í flugsamgöngum á milli Evtrópu og Bandaríkjanna. Þetta leiddi til nafngiftarinnar "hippaflugfélagið" erlendis þar sem slíkir sóttu mjög í þessi ódýru fargjöld Loftleiða.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.8.2007 kl. 01:52

3 identicon

Í þættinum með Sigurði Kára, þá gagnrýndi morgunhaninn Jón Magnússon mjög Byggðarstofnun.   Ég tek að flestu leiti undir þá gagnrýni en það kom ekki fram að bankarnir eru mjög fasthelndir á fé þegar kemur að fyrirtækjum úti á landi og er mér  mynnisstætt Kalþörungaverksmiðja á Vestfjörðum.  Nú veit ég ekki hvort eða hvernig Byggðastofnun kom að því, en það sást bara undir yljar bankanna.

Kristinn Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 542
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 2541
  • Frá upphafi: 1957765

Annað

  • Innlit í dag: 482
  • Innlit sl. viku: 2237
  • Gestir í dag: 457
  • IP-tölur í dag: 436

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband