Leita í fréttum mbl.is

Sjúklingar eiga rétt á lyfjum á lágmarksverði strax.

Heilbrigðisráðherra er vænn maður og vill láta gott af sér leiða. En þá þarf hann að hrista af sér aðferðarfræði stjórnmálamanns í stjórnlyndum valdaþreyttum stjórnmálaflokki. Sem slíkur hefur hann náð að skilgreina að lyf eru á hærra verði á Íslandi en annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Í anda sömu aðferðarfræði er leitað til Evrópusambandsins og málið sett í nefnd þar sem ráðherra biður um að staða Íslands verði sérstaklega skoðuð. Allt gott og blessað en við erum hér að tala um ferli sem tekur ekki mánuði heldur nokkur ár.

Nú liggur fyrir að það er hægt að lækka lyfjaverð til sjúklinga strax með því að heimila póstverslun með ákveðnum skilyrðum með lyf. Slík starfsemi var byrjuð en  hún var stöðvuð með vísan til ákveðinna lagaheimilda. Heilbrigðisráðherra ber að leggja til breytingar á lögum til að tryggja það strax frá og með haustinu verði póstverslun með lyf heimil. Þá geta sjúklingar fengið lyf allt að þrisvar sinnum ódýrari en þeir eru að fá þau nú.

Það ber að hafa í huga að sjúklingur á ekki val. Hann er ekki venjulegur neytandi sem velur eða hafnar. Sjúklingurinn verður að kaupa ákveðið lyf. Valmöguleikar hans eru því skertir. Þegar honum er líka meinað að kaupa lyf á lágmarksverði og þarf að sæta endalausu okri þá er of langt gengið og stjórnvöld eru ekki að gæta lágmarksskyldu sinnar við veikasta þjóðfélagshópinn. Heibrigðisráðherra þú þarft að lagfæra þetta mál strax og þú hefur vald til að gera það. Vafalaust getur þú fengið víðtækan stuðning í þinginu við að rétta hag sjúklinga strax. Ekki skal standa á mér að styðja þig til allra góðra verka. 

 Það er ekkert annað að gera en bretta upp ermar og koma þessum málum í viðunandi horf strax. Lyfjaverð hrynur ekki af himnum ofan það er ákveðið af lyfjafyrirtækjunum. Hátt lyfjaverð á Íslandi er vegna þess að samkeppnin virkar ekki. Þá verður hið opinbera að bregðast við og gæta hagsmuna borgaranna.


mbl.is Heilbrigðisráðherra fundaði um lyfjamál með framkvæmdastjórum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur það á óvart að það sé fjöldi ólöglegra innflytjenda á Íslandi?

Rútubíll fer út af vegi og í ljós kemur að stór hluti farþegana eiga ekki að vera í landinu. Yfirvöld bregðast við og segjast ætla að gera eitthvað í málinu. Datt þetta ofan af himnum gerðu yfirvöld sér ekki grein fyrir ástandinu fyrr en þetta slys varð?

Ég hef í meir en ár bent á það að íslensk stjórnvöld hefðu ekki hugmynd um það hvað margir útlendingar væru hér í landinu við vinnu eða annað.  Þá hef ég haldið því fram að stjórnvöld réðu ekki við ástandið. Þessu hefur verið mótmælt kröftuglega af ýmsum forustumönnum Samfylkingarinnar og nokkrum embættismönnum sem hafa haldið því fram að málin væru í besta lagi.

Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að það þurfi umferðarslys til að stjórnvöld viðurkenni vandann. Þau hafa þó ekki farið lengra en að viðurkenna að það sé fjöldi útlendinga við störf í landinu án trygginga eða félagslegra réttinda. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki gert neinar ráðstafanir til að bregðast við þeim mikla fjölda útlendinga sem hingað hafa komið á síðustu 2 og hálfu ári.

Af hverju er ekki fjölgað í lögreglunni. Af hverju eru ekki ráðnir lögreglumenn sem tala slavnesk mál. Af hverju er ekki skoðað hvort ávinningur okkar af Schengen samstarfinu sé minni en sá vandi sem skapast við að vera í Schengen. Á Schengen svæðinu eru milljónir manna týndar. Hvað skyldu margir þeirra vera hér?

Það er slæmt þegar stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn berja höfðinu við steininn og segja fólki ekki satt um ástandið. Rútubílaslysið sýnir að það hefur ekki verið gert.


Bloggfærslur 29. ágúst 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 76
  • Sl. sólarhring: 649
  • Sl. viku: 4542
  • Frá upphafi: 2558465

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 4260
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband