Leita í fréttum mbl.is

Hinir óhreinu.

Það er með miklum ólíkindum að bæjarstjórn Akureyrar skuli hafa dottið það í hug að mismuna fólki eftir aldri. Sú ákvörðun var kynnt að fólki á aldrinum 18-23 ára fengi ekki aðgang að tjaldstæðum bæjarins nema ákveðnar undantekningar kæmu til.  Ég efast um að þessi ákvörðun standist með vísan til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Spurning hlítur alltaf að vera um það hvort leyfa eigi fjölmenna hátíð í jafnfjölmennu bæjarfélagi og Akureyri. Fyrst það er leyft þá verður að gæta þess að aðbúnaður og umgjörð slíkra hátíðarhalda sé með þeim hætti að lögum og reglum sé haldið uppi án þess að gripið sé til ráða eins og þeirra að útiloka ákveðna aldurshópa.

Í Vestmannaeyjum eru stærstu og fjölmennustu tjaldbúðir á hverju ári á þjóðhátíð. Þar er fólki ekki mismunað eftir aldri og þess gerist ekki þörf.

Bannþjóðfélagið má ekki taka við af þjóðfélagi frjálslyndis og umburðarlyndis og það er útilokað að hægt sé að samþykkja það að fólki sé mismunað eftir aldri eins og gert var á Akureyri.


Bloggfærslur 6. ágúst 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 68
  • Sl. sólarhring: 647
  • Sl. viku: 4534
  • Frá upphafi: 2558457

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 4252
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband