Leita í fréttum mbl.is

Hinir óhreinu.

Það er með miklum ólíkindum að bæjarstjórn Akureyrar skuli hafa dottið það í hug að mismuna fólki eftir aldri. Sú ákvörðun var kynnt að fólki á aldrinum 18-23 ára fengi ekki aðgang að tjaldstæðum bæjarins nema ákveðnar undantekningar kæmu til.  Ég efast um að þessi ákvörðun standist með vísan til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Spurning hlítur alltaf að vera um það hvort leyfa eigi fjölmenna hátíð í jafnfjölmennu bæjarfélagi og Akureyri. Fyrst það er leyft þá verður að gæta þess að aðbúnaður og umgjörð slíkra hátíðarhalda sé með þeim hætti að lögum og reglum sé haldið uppi án þess að gripið sé til ráða eins og þeirra að útiloka ákveðna aldurshópa.

Í Vestmannaeyjum eru stærstu og fjölmennustu tjaldbúðir á hverju ári á þjóðhátíð. Þar er fólki ekki mismunað eftir aldri og þess gerist ekki þörf.

Bannþjóðfélagið má ekki taka við af þjóðfélagi frjálslyndis og umburðarlyndis og það er útilokað að hægt sé að samþykkja það að fólki sé mismunað eftir aldri eins og gert var á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála Jón.

Ég sagði sama hér fyrir helgina ég get ekki séð að þetta fái staðist jafnræðisregluna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.8.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Mummi Guð

Vá hvað sumir eru klikk. AÐ setja alla undir einhvern hatt er fáránlegt og þessi orð þin Jóhann sýnir nokkuð vel hug hvaða mann þú hefur að geyma.

Þar sem ég er að sunnan þá túlka ég orð þín þannig að ég er óvelkominn til Akureyrar. Falleg hugsun Akureyringa til annarra Íslendinga.

Mummi Guð, 7.8.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki viss um að þessi gerningur standist jafnræðislög eða önnur landslög og væri gaman að láta reyna á það. T.d. senda inn stjórnsýslukæru eða vísa málinu til umboðsmanns Alþingis eða mennréttindadómstóls. Ég er handviss um að þetta er ólöglegt og einhver miðaldakenndur geðþótti og galdrabrennueimur af þessu. Nokkuð týpískt ad hominem hjá fyrsta kommentator hérna að ráðast á persónu þína í því markmiði að réttlæta ófögnuðinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.8.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhann talar um skríl sem eyðileggi ímynd Akureyringa. Ég fæ ekki betur séð en að þeim hafi tekist það sjálfum með þessum gerningi. Bless Akureyri hvað mig varðar og er ég þó að nálgast fimmtugt.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.8.2007 kl. 09:58

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég verð ekki var við annað en að margir Akureyringar skammist sín fyrir þessa ákvörðun bæjarstjórans. Hún virðist hafa orðið fyrir alvarlegri meinloku sem hafði þær afleiðingar að spilla stórlega fyrir þeim sem hafa lifibrauð af ferðamennsku og hátíðarhaldi. Mörg fyrirtæki voru búin að birgja sig sérstaklega upp fyrir væntanlegu ferðamennina og þá fá þeir þessa "aðstoð" frá bænum.

Það er ekki bara hneyksli að bæjarstjórinn láti sér detta þessi vitleysa í hug, það er líka hneyksli að heil bæjarstjórn taki ekki í taumana til að hafa vit fyrir henni! Er ekki eitthvert ferðamálaráð bæjarins þarna líka sem þiggur laun frá bæjarbúum? Fyrir hvað?

Haukur Nikulásson, 7.8.2007 kl. 10:47

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég er semsagt skríll. Mun ekki ónáða Akureyringa nema nauðsyn krefji.

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.8.2007 kl. 11:09

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég mundi nú ekki taka svo djúpt í árinni að segja mig frá heimsóknum til Akureyrar þó einhverjir einstakir rugludallar þaðan sendu mér tóninn. Það er hinsvegar ljóst í mínum huga að ef þetta er ekki lögbrot þá er það vonlaust allra hluta vegna, gagnvart verslun á Akureyri, sem fékk þetta í fangið korteri fyrir helgi og ekki síður unga fólkinu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.8.2007 kl. 15:59

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tók nú svona til orða með tilvitnun til "Halló Akrueyri." Ég er viss um að þetta er í óþökk flestra íbúa á Akureyri, sem ég hef ekkert gegn.  Ef forsendurnar voru að lágmarka óþrifnað og skemmdarverk sem óhjákvæmilega hljótast af svona hátíðarhaldi og áfengisneyslu þá má benda á að í miðbæ Reykjavíkur er einskonar útihátíð tvær nætur í viku allan ársins hring og sér borgin möglunarlaust um að þrífa ósómann áður en fólk fer á fætur. Þar á bæ sætta menn sig við mannlegt eðli og ætla sér ekki að breyta því. Einnig má nefna að þeir sem skaðanum valda eru örfáir svartir sauðir og því ekki sanngjarnt að láta slíkt yfir alla hrekklausa ganga.

Ef stjórnendur Akureyrarbæjar vilja breyta mannleri breytni, þá get ég lofað þeim að þetta er ekki aðferðin heldur er þetta vænlegt til að vekja biturð og óvild og gera vandann verri. Nú svo geta menn hugleitt að hætta þessu hátíðahaldi til að komast hjá óþrifnaði o´g ófögnuði, sem fylgir gestum.

Að lokum. Ef það er rétt að lögreglan hafi aðstoðað við að framfylgja þeirri fásinnu, þá eru þeir komnir út fyrir ramma sinn. Bæjaryfirvöld eru ekki lögjafi og eiga enga kröfu á að lögreglan framfylgi reglum þeirra, sem ekki varða landslög.  Skammist ykkar stjórnendur Akureyrarbæjar og reynið að vitkast. Það er ein kosmísk regla, sem þið fáið ekki breytt en hún verður við líði hvað sem þið gerið og hún er upp á ensku: What you resist, presists. Slakið því á og þetta mun lagast.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.8.2007 kl. 16:37

9 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hvernig væri að útiloka á næstu verslunarmannahelgi fólk frá tjaldstæðum t.d öllum sem heita Jónas eða Magnús?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.8.2007 kl. 16:46

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað stenst þetta.

Akureuringar byggjaa með þessum hætti upp sannkallað fjölskyldumót og allir vildu Lilju kveðið hafa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.8.2007 kl. 17:57

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég hringdi á tjaldstæði á Akureyri fyrir helgina og spurði hvort ég gæti fengið pláss . Ég var umsvifalaust spurður að því hvað ég væri gamall. Ég sagðist vera 62 ára.Mér var sagt að ég slyppi.Ég var ekki spurður að því hvort ég væri að sunnann.

Sigurgeir Jónsson, 7.8.2007 kl. 21:08

12 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg makalaust Jóhann Örn Arnarson hvað hlutirnir fara vitlaust ofan í þig. Í fyrsta lagi hef ég aldrei sagt annað en ég vilji ekki fá hingað öfgafulla Múslima, sem í nágrannalöndum okkar eru nefndir Íslamistar og er lítill minni hluti þeirra sem játa Múhameðstrú. En þessi öfgafulli minni hluti veldur því að þúsundir lögreglumanna í Bretlandi og Danmörku gera ekkert annað en gæta öryggis landa sinna vegna þessara öfgamanna. Ég vil ekki fá þetta lið til landsins og búa til vandamál hér. Skoðun mín hefur ekkert breyst hvað það varðar. Í fullri vinsemd vil ég svo benda þér á að það hafa fleiri tjáð sig með sama hætti eftir að ég kvaddi mér hljóðs um þessi mál en þar er ég m.a. þá sem mér finnst ólíklegt að hafi fengið þessi sjónarmið frá mér en þar nefni ég t.d. Tony Blair fyrrverandi fosætisráðherra Bretlands og Bendikt páfa sem nýverið kvaddi sér hljóðs um þessi mál. Barátta fyrir mannréttindum og vestrænum lífsgildum má aldrei víkja fyrir undanlátsfólki og naívistum sem er tilbúið að gefa afslátt af mannréttindum gagnvart öfgafólkinu.

Jón Magnússon, 10.8.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 552
  • Sl. sólarhring: 1098
  • Sl. viku: 3133
  • Frá upphafi: 2297867

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 2927
  • Gestir í dag: 514
  • IP-tölur í dag: 505

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband