Leita í fréttum mbl.is

Stóraukin ríkisútgjöld, ávísun á verðbólgu.

Ríkisstjórnin hefur kynnt áætlun sína um að stórauka ríkisútgjöld. Útgjaldaaukninguna kallar ríkisstjórnin mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskafla. Þetta er rangt.

Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin ekki kannað hvaða þörf var á mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar á þorskafla og hverjir töpuðu vegna þess.

Í öðru lagi vegna skorts á þarfagreiningu þá eru meintar mótvægisaðgerðir ómarkvissar.

Í þriðja lagi þá er verið að leggja til gæluverkefna að hluta og hins vegar ávísa fjármunum sem óhjákvæmilegt var að gera en á vitlausum tíma í mörgum tilvikum.

Í fjórða lagi eru ýmis góð og gagnleg verkefni sem leggja á fjármuni til annað væri óeðlilegt þegar rúmir 10 milljarðar eru greiddir úr ríkissjóði. Þessi verkefni eru þó flest þess eðlis að það var ástæða til að bíða með þau meðan ofurþensla er á almenna markaðnum.

Í fimmta lagi koma til landsins 1200 innflytjendur á mánuði til að vinna eða um 15.000 síðustu 12 mánuði. Samt sem áður kalla fyrirtækin enn á meira vinnuafl. Það liggur því ljóst fyrir að ekki var þörf á að fjölga störfum í ofhituðu hagkerfi.

Í sjötta lagi þá er aðgerðum ekki beint til þeirra sem verða fyrir tekjusamdrætti vegna skerðingar þorskvóta.

Í áttunda lagi þá veldur svona mikil útgjaldaaukning úr ríkissjóði aukinni verðbólgu. Ríkisstjórn og Seðlabanki vinna því greinilega ekki saman.

Í níunda lagi þá hafa útgerðarmenn haldið því fram að vegna gjafakvótakerfisins þá hafi hagræðing og framlegð aukist gríðarlega mikið í sjávarútvegi. Fyrirtækin ættu því að geta tekið skammvinnum tímabundnum samdrætti án aðstoðar ríkisvaldsins með sama hætti og önnur fyrirtæki þurfa að gera verði samdráttur hjá þeim. Í því sambandi má minna á að boðaður samdráttur í þorskafla er til þess skv því sem ríkisstjórnin segir að þorskafli verði mun meiri á næsta ári og næstu árum. Aðgerðir hvað fyrirtækin í sjávarútvegi varðar voru því óþarfar miðað við það sem útgerðarmenn og ríkisstjórn hafa haldið fram.

Í tíunda lagi þá á velferðarkerfi að vera fyrir fólk en hvorki fyrir fyrirtæki eða sveitarfélög. Einu mótvægisaðgerðirnar sem þörf gat verið á snéri því að einstaklingum, fólki sem kunni að verða fyrir tekjusamdrætti en ekkert í tillögum ríkisstjórnarinnar snýr að því.

Með eyðslustefnu sinni sem minnir á gamaldags þrautreynda byggðastefnu 9 áratugarins á síðustu öld er ríkisstjórnin að kynda verðbólgubál, auka þrýsting á gengisfellingu krónunnar og auka ríkisútgjöld til muna. Reikna má með eftir þess aðgerð að opinber útgjöld á Íslandi muni nema um helmingi af þjóðarframleiðslu.

Skyldu forsætis- mennta og fjármálaráðherra vera búnir að taka fram söngkverið hennar Ingibjargar Sólrúnar þar sem er að finna ljóðið "Sovét ísland óskalandið hvenær kemur þú.?


Bloggfærslur 13. september 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 4493
  • Frá upphafi: 2558416

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4211
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband