Leita í fréttum mbl.is

Flotkrónan dugar ekki.

Nú hefur yfirstjórnandi KB banka Sigurður Einarsson kveðið upp úr um það að flotkrónan íslenska dugi hvorki fyrir fólk eða fyrirtæki þ.e. henti ekki hagsmunum þjóðarinnar. Mikilvægt sé að taka upp fjölþjóðlegan gjaldmiðil og afnema vísitölubindingu lána.

Mikið er ég ánægður að heyra það að þessi andlegi leiðtogi íslensks fjármálalífs skuli taka undir með mér hvað þetta varðar. Ég hef haldið þessu fram í mörg ár og bent á að það væri fráleitt að við sem erum með minnsta myntkerfi í heimi værum með myntina á markaði. Það leiddi til sveiflna sem mundu leiða til verulegra erfiðleika þegar til lengri tíma væri litið. Þá verður flotkrónan að styðjast við hækju verðtryggingar sem veldur því að lán eru dýrari hér fyrir almenning en í nokkru öðru Evrópulandi.

Við Frjálslynd bentum á þetta í kosningabaráttunni og börðumst fyrir því að fá alvöru gjaldmiðil. Það er betra að stjórnvöld stjórni ferðinni en vegna þess hvernig ríkisstjórnin heldur á málinu þá virðist það sama vera að gerast og gerðist í gömlu kommúnistaríkjunum. Fólkið fór. Nú eru fleiri og fleiri fyrirtæki byrjuð á að nota Evru sem viðmiðunargjaldmiðil. Spurning er hvenær múrinn brestur og ríkisstjórnin neyðist til að taka  tillit til hagsmuna almennings í landinu umfram hagsmuni spákaupmanna.


Bloggfærslur 7. september 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2558417

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4212
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband