Leita í fréttum mbl.is

Flotkrónan dugar ekki.

Nú hefur yfirstjórnandi KB banka Sigurður Einarsson kveðið upp úr um það að flotkrónan íslenska dugi hvorki fyrir fólk eða fyrirtæki þ.e. henti ekki hagsmunum þjóðarinnar. Mikilvægt sé að taka upp fjölþjóðlegan gjaldmiðil og afnema vísitölubindingu lána.

Mikið er ég ánægður að heyra það að þessi andlegi leiðtogi íslensks fjármálalífs skuli taka undir með mér hvað þetta varðar. Ég hef haldið þessu fram í mörg ár og bent á að það væri fráleitt að við sem erum með minnsta myntkerfi í heimi værum með myntina á markaði. Það leiddi til sveiflna sem mundu leiða til verulegra erfiðleika þegar til lengri tíma væri litið. Þá verður flotkrónan að styðjast við hækju verðtryggingar sem veldur því að lán eru dýrari hér fyrir almenning en í nokkru öðru Evrópulandi.

Við Frjálslynd bentum á þetta í kosningabaráttunni og börðumst fyrir því að fá alvöru gjaldmiðil. Það er betra að stjórnvöld stjórni ferðinni en vegna þess hvernig ríkisstjórnin heldur á málinu þá virðist það sama vera að gerast og gerðist í gömlu kommúnistaríkjunum. Fólkið fór. Nú eru fleiri og fleiri fyrirtæki byrjuð á að nota Evru sem viðmiðunargjaldmiðil. Spurning er hvenær múrinn brestur og ríkisstjórnin neyðist til að taka  tillit til hagsmuna almennings í landinu umfram hagsmuni spákaupmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

STÓRI höfuðverkurinn er að ríkissjóður Íslands er í raun gjaldþrota þar sem seðlabankann vantar hundruði milljarða króna upp á að vera með fullnægjandi gjaldeyrisvarasjóð miðað við umfang fjármálakerfisins, tröllaukinn viðskiptahalla og gríðarlegar erlendar skammtímaskuldir. Að sjálfsögðu getur sjóðurinn ekki slegið lán fyrir hundruðum milljarða án þess að gjöreyða lánshæfimati sínu í leiðinni nog í framhaldinu myndi síðan lánshæfi bankanna og annarra fyrirtækja hrynja. Ein helsta ástæða þess að við erum með mállausan dýralækni í fjármálaráðuneytinu og meðvitundarlítinn mann með pungapróf í smjörklípum, í seðlabankanum, er að fyrir alla muni verður að forðast að ræða þessa mjög svo alvarlegu stöðu.

Baldur Fjölnisson, 7.9.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurður Einarsson hefur líka talað fyrir þessu í mörg ár þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt.

En er þetta s.s. stefna Frjálslynda flokksins? Að taka upp evru hér á landi? Og hvernig þá? Einhliða?

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.9.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta eru kurteisir menn og afar snjallir og líka lúmskir hafa ekki síst náð langt í viðskiptum vegna þess og eru að senda sín skilaboð. Den mere kloge narrer jo den mindre kloge. Ekki alls fyrir löngu var ykkur sagt að það væri svo mikil eftirspurn eftir minnipokaliði úr seðlabankanum frá þessum snillingum að nauðsynlegt væri að hækka laun blýantanagaranna. Þetta er ótrúlegur skrípaleikur.

Baldur Fjölnisson, 7.9.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Skarfurinn

Já er það virkilega möguleiki ef evran væri tekin upp hérlendis að þá mundi vertrygging lána afnemast við það sama og íbúðalán hugsanlega verða eins og hjá hinum evrópuþjóðunum ?

En hvernig þá með vextina, verða þeir þá ekki keyrðir upp  úr öllu valdi þannig að ávinningu almennings fyki út um gluggann, spyr sá sem ekki veit ?  

Skarfurinn, 7.9.2007 kl. 20:45

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það sem ekki má ræða ber að ræða samkvæmt opinberum pólitískum rétttrúnaði ber alveg endilega að ræða - skiljanlega - og málið er að fjármálaapparatið hefur fyrir löngu vaxið ríkinu og seðlabankanum yfir höfuð. En þar sem við erum í sýndarlýðræðiskerfi (dæetfasisma) geta hinir raunverulegu stjórnendur, fjármálabatteríið, ekki talað beint út. Enda er þeim fjandans sama, þeir hafa sjálfir stuðlað að því að meðvitundarlitlum jólasveinum væri plantað í þennan seðlabanka og náungi sem ætti að hugsa um heilsufar hundsins þíns er í fjármálaráðuneytinu. 

Baldur Fjölnisson, 7.9.2007 kl. 21:01

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég heyrði í útvarpinu í dag að ef ég kaupi mér nærbuxur og greiði fyrir með evrum þarf ég ekki að spyrja kóng né prest. Dabbi kóngur telur að við þurfum að fá leyfi hjá honum ef við ætlum að nota evruna í viðskiptum. Ég hélt að Sjálfstæðismenn væru talsmenn frjálslyndis en ekki ríkisforsjál. Það virðist vera að við séum mun nær Ráðstjórnarríkjunum en við gerum okkur grein fyrir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.9.2007 kl. 23:31

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bankakerfið er með efnhagsreikning upp á eitthvað 8000 millarða og skammtímaskuldir hagkerfisins eru upp á yfir 1000 milljarða. Til að hylja þessa alvarlegu stapreynd hefur veruleikafirrtum ruglustrumpum verið plantað í seðlabankann og þessum ruglukollum hefur meira að segja tekist að ljúga út launahækkanir út á eigin heiladauða. Sem segir sína sögu um alþingi Íslendinga. 

Baldur Fjölnisson, 7.9.2007 kl. 23:40

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta eru nú ekki beint rakettuvísindi. Þú ert með fjármálaveldi og plantar sauðnauti á vegum guðs og Bush í seðlabankann og tveimur árum síðar er ekki séns að finna nokkurn mann sem tekur þessa stýrðu leppa alvarlega. Þannig er seðlabankinn skipulega eyðilagður.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2007 kl. 01:02

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur minn! Ósköp kann ég alltaf vel að meta menn sem tala á mannamáli. Ég er dálítið sammála þér að það hafi verið ofsagt um eftirspurnina hvað þenna ágæta mann varðar sem ég man aldrei hvað heitir en hefur tekið ástfóstri við Arnarhólinn.

Árni Gunnarsson, 9.9.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 430
  • Sl. viku: 4193
  • Frá upphafi: 2295983

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3842
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband