Leita í fréttum mbl.is

Afnám verðtryggingar er óhjákvæmileg.

Sama dag og neyðarlögin svonefndu voru sett átti ríkisstjórin að leggja fram lagafrumvarp um tímabundið afnám verðtryggingar.  Frysting eins og Gylfi Magnússon leggur til er í sjálfu sér betra en ekkert en það er ekki nóg. Það er ekki ásættanlegt að þegar þjóðin genur í gegn um efnahagshrun að þá sé ekki tekin upp ný vinnubrögð til að við getum sameiginlega unnið okkur út úr vandanum. Eins og nú horfir verður þúsundum fjölskyldna steypt í skuldaklafa sem fólk ræður ekki við.

Seðlabankastjóri talaði um að þjóðfélagið ætti ekki að borga skuldir óreiðumanna.  Í gær samþykkti meirihluti Alþingis að ábyrgjast erlendar innistæður íslensku bankanna. Hugsanlega þurfa íslenskir skattgreiðendur að greiða hundruðir milljarða vegna þessa.  Þegar þetta er haft í huga má ekki setja í forgang að hugsa um möguleika reiðufólks sem hefur alltaf staðið í skilum en gert sínar fjárfestingar á grundvelli allt annarra skilyrða en nú ´ríkja.

Er það ekki tilvinnandi fyrir framtíð þjóðfélagsins að hugsa um hagsmuni fólks svo það geti sjálft átt þak yfir höfuðið. Hvað varð að stefnu Sjálfstæðisflokksins um "eign handa öllum".  "Frá fátækt til bjargálna".  Er ekki einmitt nú mikilvægt að fylgja slíkri stefnu eftir.


mbl.is Frysting jafnvel óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 364
  • Sl. sólarhring: 560
  • Sl. viku: 4830
  • Frá upphafi: 2558753

Annað

  • Innlit í dag: 342
  • Innlit sl. viku: 4529
  • Gestir í dag: 325
  • IP-tölur í dag: 318

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband