Leita í fréttum mbl.is

Stytta hefði átt að vera komin fyrir löngu.

Það er löngu tímabært að knattspyrnuhreyfingin sýni Albert Guðmundssyni tilhlýðilega virðingu. Þess vegna er ánægjulegt að heyra að ætlunin sé að gera styttu af þessum frábæra fótboltamanni og forustumanni knattspyrnuhreyfingarinnar um árabil.

Ég man eftir viðtali við Albert Guðmundsson þegar Ísland hafði tapað fyirr Dönum 14 gegn 2 og Albert svar spurður hvað ætti að gera.  Albert var ekki banginn en sagði það sem við eigum að gera er að við eigum að vinna okkur út úr þessu vandamáli og skoða hvað fór úrskeiðis og stilla upp sama liði fljótlega aftur því að þar eru margir miklir hæfileikamenn. Þetta er ungt lið sagði Albert og það versta sem hægt er að gera er að standa ekki við bakið á þessum strákum (Endursagt eftir minni) Fljótlega eftir þetta tók Albert við forustu í KSÍ og það var hans hlutverk að byggja upp íslenska knattspyrnu.

Það mættu margir minnast þess að það er mikilvægast að örvænta ekki þegar erfiðleikar steðja að. Þá skiptir máli að hafa örugga menn í forustu. Hvort heldur í íþróttum eða þjóðmálum.

Það er fleiri sem að mættu minnast Alberts Guðmundssonar og sýna honum verðuga virðingu.  Sjálfstæðisflokkurinn á Albert Guðmundssyni mikið að þakka þó að hann þyrfti að hrekjast burt úr flokknum vegna skammsýni þeirra sem síðan tóku við stjórn flokksins. Albert var ötull baráttumaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Albert var helsti framkvæmdamaðurinn við byggingu Sjálfstæðishússins við Háaleitisbraut og hann kom betri skipan á fjármál flokksins en áður höfðu verið. Á þeim tíma þurftu stjórnmálaflokkarnir að hafa fyrir því að safna peningum en slitu þá ekki út úr skattgreiðendum eins og núna. Sennilega hafa fáir verið eins framkvæmdasamir við að byggja upp Sjálfstæðisflokkinn eignalega og Albert Guðmundsson. Það er því kaldhæðni örlaganna að það skyldu  vera andstæðingar hans í flokknum sem nýttu sér ávexti erfiðis hans og margra fleiri.


mbl.is Stytta af Alberti rís á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 4370
  • Frá upphafi: 2558803

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 4088
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband