Leita í fréttum mbl.is

Sjómannaafsláttur

Fyrir nokkrum dögum sagði Steingrímur J. Sigfússon að ekki stæði til að afnema sjómannaafsláttinn. Nú hefur hann sett fram tillögur um að gera það í áföngum á kjörtímabilinu.

Röksemd Steingríms nú(sem er önnur en hún var fyrir tveim dögum) er að unnt sé að afnema sjómannafsláttinn í áföngum en byrja þó ekki strax af því að sjómenn hafi fengið launahækkun á árinu á meðan flestar aðrar stéttir hafi þurft að sæta launalækkun.  Í framhaldi af þeirri fullyrðingu telur Steingrímur eðlilegt að byrja að skerða sjómannaafsláttinn eftir tvö ár þó ekkert sé vitað hver kjör sjómanna verða þá.

Eðlilegt er að Steingrímur sé spurður að því í framhaldi af þessum vangaveltum sínum af hverju það er verjandi að þyngja skattheimtuna á þeim sem lækkað hafa í launum strax en fresta skattaþyngingunni hjá þeim sem hafa hækkað í launum um tvö ár. Þurfa ekki þeir sem hafa nú verri kjör frekar á umþóttunartíma að halda en þeir sem hafa notið kjarabótar á árinu?

 


Bloggfærslur 27. nóvember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 3176
  • Frá upphafi: 2561974

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2946
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband