Leita í fréttum mbl.is

Frásagnir af skuldabyrði

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins og þingmaður hreyfingarinnar hafa tjáð sig með þeim hætti um  nýjar upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að  helst mátti skilja að nýtt efnahagshrun yrði að loknum þrettándanum þar sem erlend skuldabyrði yrði þjóðinni ofviða.

Miðað við þá dramatík sem fylgdi orðum þessara þingmanna þá var eðlilegt að einhverjir misstu nætursvefn.  En hvaða aukna skuldabyrði er þetta?  Aðallega aukin skuldabyrði einstaklinga og félaga en ekki ríkissjóðs eða sveitarfélaga.  

Hvaða afleiðingar hafa þessar nýju upplýsinar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Í raun ekki neinar aðrar en í fyrsta lagi að við gerum okkur betur grein fyrir hvað skuldsetningin varð geigvænleg þegar við töldum okkur ríkustu þjóð í heimi.  Í öðru lagi að afskriftir erlendra kröfuhafa á íslenskum skuldum verða meiri en ráð var fyrir gert. Í þriðja lagi að mikill þungi afborgana vegna erlendra skulda er líkleg til að veikja gengi krónunnar. 

Staða okkar er nógu og erfið þó ekki sé verið að hræða fólk að óþörfu og það á sjálfri jólaföstunni.

 


Bloggfærslur 4. desember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 53
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 3219
  • Frá upphafi: 2562017

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2988
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband