Leita í fréttum mbl.is

Frásagnir af skuldabyrði

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins og þingmaður hreyfingarinnar hafa tjáð sig með þeim hætti um  nýjar upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að  helst mátti skilja að nýtt efnahagshrun yrði að loknum þrettándanum þar sem erlend skuldabyrði yrði þjóðinni ofviða.

Miðað við þá dramatík sem fylgdi orðum þessara þingmanna þá var eðlilegt að einhverjir misstu nætursvefn.  En hvaða aukna skuldabyrði er þetta?  Aðallega aukin skuldabyrði einstaklinga og félaga en ekki ríkissjóðs eða sveitarfélaga.  

Hvaða afleiðingar hafa þessar nýju upplýsinar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Í raun ekki neinar aðrar en í fyrsta lagi að við gerum okkur betur grein fyrir hvað skuldsetningin varð geigvænleg þegar við töldum okkur ríkustu þjóð í heimi.  Í öðru lagi að afskriftir erlendra kröfuhafa á íslenskum skuldum verða meiri en ráð var fyrir gert. Í þriðja lagi að mikill þungi afborgana vegna erlendra skulda er líkleg til að veikja gengi krónunnar. 

Staða okkar er nógu og erfið þó ekki sé verið að hræða fólk að óþörfu og það á sjálfri jólaföstunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

hvað fynst þér um dóminn í héraðsdómi í gær um lán tryggð með erlendum gjaldeyri, það virðist eingin hafa áhuga á þeim málum ,menn bulla bara hver í kapp við annan um sömu þvæluna aftur og aftur og ekkert gerist,

hvernig væri að lögfræðingar tækju sig til og segðu álit sitt á þessum dómi og hvernig þeir túlka lögin nr 38 frá 2001 nr 13og14,ég hef ekki heyrt minnst á þessi lög á blogginu .

Kannski er öllum gáfumönnunum alveg sama um skuldir heimilanna gjamma bara um sömu hlutina aftur og aftur .

Þetta minnir mig á don kíkóti ÞEGAR HANN BARÐIST VIÐ VINDMILLUR.

hVERNIG VÆRI NÚ AÐ MÆTA Á MORGUN KL 15 Á AUSTURVÖLL OG LÁTA Í SÉR HEIRA 

EIN GÓÐ UM LÖGFRÆÐINGA SEM HAFA EKKI SAMVISKU

mEÐ ÞEIM úLDNA LAGAHER

FÓLKIÐ STJÓRNVÖLD SMÁNA

HÆSTARÉTTARRAKKARNER

RÍFA STJÓRNARSKRÁNA

                              HH

MBK DON PETRO

H Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll gamli félagi,

ég var á fundi með Flanagan og félögum í dag. Þeir buðu okkur bréfriturunum til Strauss-Kahn.

Það var mjög sérkennileg tilfinning að upplifa það, þegar við gagnrýndum meginstoðir áætlunar AGS, og Flanagan tókst ekki að færa rök fyrir því að þær stæðust. Að auki talaði hann af sér. Jón, áætlun AGS hrundi eins og spilaborg þarna á fundinum í Seðlabankanum í dag.

Ef AGS er björgunarhrimgurinn okkar, hvað gerum við þá.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.12.2009 kl. 20:56

3 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Ég veit ekki með þig, en þeir sem skulda myntkörfulán munu ekki fagna frekari veikingu krónunnar. Þar að auki er aukin erlend skuldsetning áhyggjuefni þar sem að það þarf gjaldeyri til að greiða af skuldunum og hann er takmarkaður. Alveg eins og með gömlu bankana. Efnahagsreikningurinn sýndi að allt var í sómanum en það voru ekki til aurar til að borga afborganirnar og enginn sem vildi kaupa eignirnar. Þá hrundi spilaborgin, því miður getur það sama gerst aftur ef menn læra ekki af reynslunni.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson, 5.12.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Höskuldur Pétur Jónsson

Sæll aftur jón

var gagnrýni mín þér ekki þóknanleg,allavega fór hún ekki í gegnum ritskoðun hjá þér,kannski ertu bara eins og hinir á mogganum þínum

MBK don petro

Höskuldur Pétur Jónsson, 5.12.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Jón Magnússon

H. P. Jónsson ég bíð niðurstöðu Hæstaréttar í málinu. Það hefur verið tilkynnt að málinu verði áfrýjað. Ef þú hefur fylgst með því sem ég hef sagt og skrifað undanfarin ár og áratugi þá hef ég vikið sérstaklega að skuldavanda fólksins í landinu. Ég hef barist á móti verðtryggingu. Varaði við töku gengistryggðra lána þegar gjaldmiðillinn var allt of hátt skráður og barðist fyrir því að íslenska lánakerfið yrði með svipuðum hætti og á hinum Norðurlöndunum. 

Hefði verið farið eftir því sem ég lagði til á Alþingi 2007 um afnám verðtryggingar og nýskipan lánamála til einstaklinga þá væru heimilin ekki í verulegum vanda í dag. 

Jón Magnússon, 5.12.2009 kl. 12:48

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki að fjalla um þetta Gunnar heldur heildarskuldastöðuna og með hvaða hætti ákveðnir þingmenn hafa tjáð sig. Ég er ekki að fjalla um samning ríkisstjórnarinnar og AGS en þar er af miklu að taka. En vandamálin okkar eru fyrst og fremst vegna vanhæfrar ríkisstjórnar ekki vegna AGS.

Jón Magnússon, 5.12.2009 kl. 12:50

7 Smámynd: Jón Magnússon

Kjartan þessi færsla hefur ekki með skuldir heimilanna að gera eða myntkörfulán. Heldur framsetningu í umræðum um lánavanda þjóðarinnar. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hvaða vanda fólk með myntkörfulán stendur frammi fyrir. Ég vil benda þér á Kjartan að strax við hrunið 6.10.2008 sagði ég að nú þyrfti að taka á þeim vanda sem gengistryggð lán og verðtryggð hefðu og vildi að gengisvísitala lánanna yrði færð til 1.1. það ár og verðtryggingin fryst til að byrja með í eitt ár.

Jón Magnússon, 5.12.2009 kl. 12:53

8 Smámynd: Jón Magnússon

Höskuldur ég veit ekki til hvers þú ert að vísa en ég hef ítrekað sagt að ég hleypi að öllum málefnalegum athugasemdum og jafnvel ómálefnalegum en ég hleypi ekki að dóna- eða ruddaskap eða meiðyrðum um einstaklinga eða fyrirtæki. Svo einfalt er það nú.

Jón Magnússon, 5.12.2009 kl. 12:55

9 Smámynd: Höskuldur Pétur Jónsson

Ég tek aftur seinni athugsemdina, hún kom til vegna þess að sú fyrri birtist ekki fyrr en seinnipartinn í dag , þess vegna hélt ég að hún væri þér ekki þóknanleg .

Þú gætir nú alveg sagt þitt álit á dómnum ef þú hefur einhverja réttlætis kennd með almenningi og tjáð þig um þessi lög .

annars sýnist mér á þeim dómum sem hafa fallið eftir hrun séu allir í þágu fjármagnseigenda ,og það verði framhald á því ,eru ekki allir dómarar í hæstarétti vinir Davíðs og auðvaldsins? ég myndi seigja að þeir væru allir vanhæfir því þeir hafa allir held ég verið ráðnir flokkspólitískt það er framsókn og undanfarin ár sjálfstæðisflokkur sem hefur komið sínum mönnum að í valdakerfinu,og auðvitað verja þeir sína menn.

réttarríkið er ekki fyrir okkur venjulegt fólk ,þessu þarf að breyta því ef við höfum ekki réttarkerfi fyrir hin almenna þegn þá erum við í vondum málum og elur það á siðrofi og guð hjálpi okkur þá.

KBK DON PETRO 

Höskuldur Pétur Jónsson, 5.12.2009 kl. 18:40

10 Smámynd: Jón Magnússon

Hrun hafa alltaf verið í þágu ákveðinna fjármagnseigenda. Stundum hafa þeir búið til hrunið eins og Niall Ferguson segir svo vel frá um það hvernig Rothscildarnir urðu ofurríkir.  Skyndileg lausafjárþurrð á heimsmarkaði er sérkennileg en við erum of lítil til að hafa getað haft eitthvað með það að gera, en e.t.v. kemur eitthvað í ljós hvað þetta varðar eftir einhver ár. 

Nei ég ætla ekki að fjalla um dóm héraðsdóms Reykjavíkur varðandi myntkörfulánin. Dóminum verður áfrýjað og það er fróðlegt að sjá hver verður niðurstaða Hæstaréttar.

Jón Magnússon, 6.12.2009 kl. 10:38

11 identicon

Jón þú talar um að staða okkar sé nógu erfið og það eigi ekki að hræða fólk að óþörfu en fólk þarf að vita hvað er framundan ég held að margur maðurinn sé ekki búinn að viðurkenna það fyrir sjálfum sér hvar hann er staddur. Svona að lokum þá held ég að þetta vinstra lið verði okkur dýrkeypt því hvort okkur líkar það betur eð verr þá verður að fara fram verulegur niðurskurður og þá þíða enginn vettlingatök.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 797
  • Sl. viku: 3804
  • Frá upphafi: 2295539

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3479
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband