Leita í fréttum mbl.is

Frá hverjum fékk Roger Boyes upplýsingar um hrunið?

Egill Helgason fékk breskan blaðamann í þáttinn sinn í dag. Það var athyglivert að hlusta á sjónarmið hans. Raunar stóð ekki steinn yfir steini af mörgum fullyrðingum hans þegar betur er að gáð.

Í fyrsta lagi þá heldur þessi vinstri sinnaði blaðamaður því fram að ákveðin stjórnmálastefna í anda Margrétar Thatcher og ákveðinn fyrrverandi stjórnmálamaður séu helstu orsakavaldar hrunsins. Þetta stangast á við sjónarmið sem óháðir fræði- og kunnáttumenn hafa sett fram, menn sem voru fengnir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fjalla um málið. Nægir í því sambandi að nefna þá Karlo Jänneri og Mats Josefsson. Báðir leggja þeir höfuðáhersluna á ábyrgð bankamanna, eigenda bankanna og helstu skuldunauta bankanna.

Í annan stað fullyrðir Boyes að hrunið á Íslandi hafi verið fyrirséð árið 2006 og allir hafi gert sér grein fyrir því nema við Íslendingar.  Jafn sannfærandi og blaðamaðurinn var í vel æfðum leikþætti Egils Helgasonar, þá stangast þetta samt á við staðreyndir sem auðvelt er að benda á. Þannig fengu helstu eigendur íslensku bankanna veruleg lán erlendis á árinu 2007, fyrirtæki eins og t.d. Exista, Fl. Group, Milestone og fleiri. Þá voru íslensku bankarnir með besta lánshæfismat  (AAA) á árinu 2007 hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum.  Þó ekki séu tekin nema þessi dæmi þá sýna þau að ekki er um hlutlæga málefnalega umfjöllun að ræða hjá Boyes.

Við nánari athugun sést að umfjöllun Boyes ber öll merki náins faðmlags vinstri manna á Íslandi og útrásarfurstana. Fróðlegt væri að vita hverjir aðrir en Egill Helgason hafa verið að hvísla í eyru hans  við gerð bókarinnar, þannig að hann skyldi komast að þeim furðulegu niðurstöðum sem komu fram í sjónvarpsþættinum í dag.

Það má ekki gleyma því að það varð bankahrun á Írlandi en hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Geir H. Haarde né Davíð Oddsson voru þar við völd. Í Bretlandi hrundu bankar einnig en þar voru og eru sósíalistar við völd.  Sama má segja um Spán og halda mætti áfram um hrun sem varð í ýmsum gömlum kommúnistaríkjum, en þau þekkir Boyes betur en margir aðrir.  Málflutningur Boyes stenst ekki málefnalega skoðun. Hann er andstæður þeim staðreyndum sem liggja fyrir í mikilvægum atriðum.

En eftir stendur spurningin um hverjir hvísluðu þessum upplýsingum í eyru Boyes?

 


Steingrímur situr á gullkistu

Sagt er frá því í Financial Times að Bretar þurfi nú að grípa til mikils niðurskurðar ríkisútgjalda. Sett verður bann á aukningu útgjalda ráðuneyta og stofnana í þrjú ár auk fyrirhugaðrar fækkunar ríkisstarfsmanna.  Hér á landi verður sparnaðurinn hjá Steingrími vægast sagt takmarkaður ef hann verður þá nokkur. Þess í stað ætlar Steingrímur að leggja drápsklyfjar skatta á þjóðina.

Ef til vill er þetta munurinn á því sem kallað hefur verið nútímasósíalismi sem Darling fylgir og gamaldagssósíalismi sem Steingrímur fylgir. Þó leið Darling fjármálaráðherra Breta sé skynsamlegri og líklegri til að ná árangri en leið Steingríms þá er vondur þeirra sósíalismi bæði hinn nýji og hinn gamli en sýnu verri þó hinn gamli sem Steingrímur fylgir.

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/12/06/thung_spor_alistairs_darling/


Bloggfærslur 6. desember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 45
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 3211
  • Frá upphafi: 2562009

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 2980
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband