Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgreiðsla eða skynsemi

Enn hef ég ekki fengið trúverðugar skýringar á því af hverju viðskiptaráðherra felldi Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis og Straum fjárfestingabanka á sama tíma og  Sparísjóður Keflavíkur og Byr  eru látnir halda áfram starfsemi.  Á þeim tíma eins og nú hafði engin heildarstefna verið mótuð af ríkisstjórninni um það hvernig móta skyldi nýja uppbyggingu bankakerfisins.

Nú er spurning hvað ríkið ætlar sér að gera. Æltar ríkið að reka Landsbankann, Byr og sparisjóðina í semkeppni við tvo stóra viðskiptabanka? Ætlar ríkið að láta Byr fá 11 milljarða til að Byr geti haldið starfsemi sinni áfram og sparisjóðina álíka fjárhæð?  Spurning er hvort það sé eðlileg meðferð á almannafé eins og nú háttar til og hvaða hagsmuni verið er að vernda með slíkum fjárgreiðslum úr ríkissjóði ef til kemur.

gylfi_magnusson Ekki verður betur séð en viðskiptaráðherra hafi brugðist þeirri skyldu sinni að móta stefnu í banka- og sparisjóðamálum og það muni kosta þjóðina marga milljarða í aukakostnað. Spurning er hvort ekki er ástæða til að rannsóknarnefnd Alþingis skoði líka aðgerðir og aðgerðarleysi ráðherra í þessari ríkisstjórn og þá sérstaklega afskipti fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra af fjármálafyrirtækjunum. Með hvaða hætti einum var greitt af ríkisins fé á vafasömum forsendum á meðan öðrum var slátrað. Ráðherraábyrgð var ekki aflétt eftir stjórnarskiptin 1.febrúar s.l. Steingrímur og Gylfi ættu að athuga það.

Mergurinn málsins er sá að meðan ríkisvaldið gengur ekki frá sínum málum og tekur ákvörðun um hvað gera skuli og mál eru í óvissu, getur staða Byrs og sparisjóðanna ekki annað en versnað. Það bætist við annan aðgerðarleysiskostnað ríkisstjórnarinnar.


Bloggfærslur 8. desember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 53
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 3219
  • Frá upphafi: 2562017

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2988
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband