Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgreiðsla eða skynsemi

Enn hef ég ekki fengið trúverðugar skýringar á því af hverju viðskiptaráðherra felldi Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis og Straum fjárfestingabanka á sama tíma og  Sparísjóður Keflavíkur og Byr  eru látnir halda áfram starfsemi.  Á þeim tíma eins og nú hafði engin heildarstefna verið mótuð af ríkisstjórninni um það hvernig móta skyldi nýja uppbyggingu bankakerfisins.

Nú er spurning hvað ríkið ætlar sér að gera. Æltar ríkið að reka Landsbankann, Byr og sparisjóðina í semkeppni við tvo stóra viðskiptabanka? Ætlar ríkið að láta Byr fá 11 milljarða til að Byr geti haldið starfsemi sinni áfram og sparisjóðina álíka fjárhæð?  Spurning er hvort það sé eðlileg meðferð á almannafé eins og nú háttar til og hvaða hagsmuni verið er að vernda með slíkum fjárgreiðslum úr ríkissjóði ef til kemur.

gylfi_magnusson Ekki verður betur séð en viðskiptaráðherra hafi brugðist þeirri skyldu sinni að móta stefnu í banka- og sparisjóðamálum og það muni kosta þjóðina marga milljarða í aukakostnað. Spurning er hvort ekki er ástæða til að rannsóknarnefnd Alþingis skoði líka aðgerðir og aðgerðarleysi ráðherra í þessari ríkisstjórn og þá sérstaklega afskipti fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra af fjármálafyrirtækjunum. Með hvaða hætti einum var greitt af ríkisins fé á vafasömum forsendum á meðan öðrum var slátrað. Ráðherraábyrgð var ekki aflétt eftir stjórnarskiptin 1.febrúar s.l. Steingrímur og Gylfi ættu að athuga það.

Mergurinn málsins er sá að meðan ríkisvaldið gengur ekki frá sínum málum og tekur ákvörðun um hvað gera skuli og mál eru í óvissu, getur staða Byrs og sparisjóðanna ekki annað en versnað. Það bætist við annan aðgerðarleysiskostnað ríkisstjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ellefu milljarðar, er það ekki það sem á að spara á í öllu heilbrigðiskerfinu á næsta ári?

Það er ekki einu sinni deilt um, að það eru allt of margir bankar og fjármálastofnanir á Íslandi. Um það eru allir sammála.

Liggur lausnin ekki á borðinu?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.12.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð ábending Friðrik. Ég held hins vegar að lausnin liggi ekki á borðinu. Það eru enn veruleg verðmæti í Byr og sparisjóðunum og spurning hvernig hægt er að varðveita þau sem best. En ríkið getur ekki gert ekki neitt. Nú er þörf aðgerða í stað aðgerðarleysis.

Jón Magnússon, 8.12.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef reynt að fá undirtektir við það að stofnfjáreigendum í BYR verði veitt lán til að kaupa aukið stofnfé í BYR á sömu kjörum og VBS og Saga Capital fengu til að redda sér. Þá gætu stofnfjáreigendur hugsanlega safnað liði til að styrkja BYR án aðkomu ríkisins. Vandamálið í BYR er hinsvegar hvernig stórir óprúttnir aðilar hafa traðkað á sparisjóðahugsjóninni og notað illa fengin völd sín til að ræna BYR og rupla með þeim afleiðingum að hann situr stórskaddaður eftir.

Og það sem verra er að þeir fá að valsa ennþá með völdin þrátt fyrir tengsli sín við fjársvik af miklu umfangi. Ætli ríkissjóður hugsi sér að þeim verði afhentir 11 milljarðar og fái bara áfram að leika lausum hala?  Þó að ríkið sé löngu búið að hirða bréfin af þeim í veðköllum þá halda þeir áfram með atkvæðisrétti sína eins og ekkert hafi ískorist. Litu mennirnir eru að verða uppgefnir á þessu ástandi þó að þeir hafi haldið áfram að veita viðnám í Exeter málinu og jafnvel uppskorið hótanir frá gangsterunum fyrir.

Stofnfjáreigendur eiga sér sparisjóðahugsjónina fyrir draum. Þeir vilja að BYR lifi. En þeir vilja tryggja að glæpamennirnir fari burt svo að fyrirtækið verði hafið upp yfir allan vafa og verði heiðarlegt og trúverðugt fyrirtæki aftur. En það er eins og að Steingrímur J. hafi ekki neinn áhuga á öðru en ríkisvæðingu eða lokun. Annað skilur hann greinilega ekki.

Halldór Jónsson, 9.12.2009 kl. 08:31

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þú þekkir þetta betur en ég Halldór og ég er þér sammála um hver áhugi Steingríms J. er

Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 329
  • Sl. sólarhring: 775
  • Sl. viku: 4119
  • Frá upphafi: 2295854

Annað

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 3780
  • Gestir í dag: 305
  • IP-tölur í dag: 299

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband