Leita í fréttum mbl.is

Vond tillaga

Þetta var ekki afgreitt með þessum hætti úr viðskiptanefnd. Tillagan var upphaflega með þessum hætti en eftir umræður í nefndinni þá breytti meirihlutinn tillögunni eftir að við í minnihlutanum höfðum bent á ýmis vandkvæði hvað hana varðar.  Það er sérkennilegt að það skuli ekki koma fram í fréttinni hver endanleg afgreiðsla meirihlutans var og af hverju meiri hlutinn kaus að breyta tillögunni.  Þessi tillaga Höskuldar gengur raunar þvert á þá aðferðarfræði sem er í þeim tillögum nefndar Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og viðskiptanefnd beið eftir.

Hvers vegna vildi Höskuldur  bíða eftir niðurstöðu Evrópunefndarinnar fyrst hann sá ekki ástæðu til að fara að neinu leyti eftir því sem kemur fram í áliti hennar?  Fróðlegt verður að fá svör við því.


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilyrðislaus uppgjöf eða nýir tímar?

Jón Baldvin Hannibalsson segir í grein sem hann nefnir “Skilyrðislaus uppgjöf” að undirritaður hafi loks ratað heim í Sjálfstæðisflokkinn og gleymd sé öll gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn út af gjafakvótanum og annarri kerfislægri spillingu og öðru sem hann rekur með þeim hætti sem aflaði honum slíks fylgis sem formanns Alþýðuflokksins að hann fann þann kost vænstan að Alþýðuflokkurinn yrði lagður í dvala og eingöngu tekin úr múmíuhulstrinu þegar fyrrum foringinn þarf að tala.  

Það er rétt að ég hef verið gagnrýninn á Sjálfstæðisflokkinn þau 18 ár sem ég hef verið utan hans. Ég taldi óráð að krónan yrði látin fljóta og nauðsyn að marka aðra peningamálastefnu. Ég var og er á móti gjafakvótakerfinu og tel forgangsatriði að vextir og lánakjör í landinu verði með sama hætti og í nágrannalöndum okkar svo nokkuð sé talið. Jón Baldvin veltir fyrir sér hvort Jón Magnússon sé að umbuna “íhaldinu” eða hvort aumingjagæska hans sé komin á svo hátt stig að hann telj eðlilegt að rétta fram sáttfúsa hjálparhönd.  Til skýringar fyrir nafna minn  þá er  hvorki um umbun eða aumingjagæsku að ræða.  

Ég met það svo að nýir tímar séu komnir í Sjálfstæðisflokknum. Ný kynslóð og forusta er að taka við. Hún hefur aðrar áherslur og ég vil taka þátt í þeirri vegferð með henni að beina Sjálfstæðisflokknum á þá braut að hann verði á nýjan leik flokkur allra stétta og starfi í þeim anda mannúðlegrar markaðshyggju sem gerði flokkinn að stórum víðsýnum fjöldaflokki.  

Sumir segja að kjósendur hafi gullfiskaminni, slíkt á varla við um Jón Baldvin. Það er  því merkilegt að maðurinn sem barðist harðast fyrir sameiningu vinstri manna, guðfaðir Samfylkingarinnar, þar sem  Alþýðuflokksmenn, Kommar og Konulistinn runnu saman að mestu leyti, skuli ekki muna að hann lagði áherslu á að með slíkri sameiningu næðu vinstri menn að vera stjórnmálaafl sem væri einhvers megnugt í íslenskum stjórnmálum. Með sama hætti greini ég það nú  þegar vinstri menn boða aukna þjóðnýtingu, aukna skattheimtu og upplausn ríkir í þjóðfélaginu,  að þá beri brýna nauðsyn til að við sem hægra megin erum í stjórnmálum sameinumst um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn sem brjótvörn frjásrar atvinnustarfsemi, lýðræðis og allsherjarreglu í landinu.

 

Birt í Fréttablaðinu 24.febrúar. 


Bloggfærslur 25. febrúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 94
  • Sl. sólarhring: 220
  • Sl. viku: 4459
  • Frá upphafi: 2558892

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 4168
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband