Leita í fréttum mbl.is

Hvar er hnattræna hlýnunin?

kuldiFólk frýs til bana í Bretlandi og það hefur verið óvenjulega kalt á Spáni og allt suður á Kanaríeyjar. Margir tala um að þetta sé einn mesti kuldi sem hafi verið á suðrænum slóðum.

Í fallega veðrinu í dag þar sem hitatölurnar voru ansi langt undir frostmarki og við að hlusta á veðurfréttirnar í kvöld þar sem áframhaldandi kulda er spáð þá velti ég því fyrir mér hvor að hin meinta hnattræna hlýnun af mannavöldum hefði yfirgefið okkur.

Ég velti því líka fyrir mér hvað trúarbragðahópur hinnar pólitísku veðurfræði sem skýrir allar sveiflur í veðri með hnattrænni hlýnun af mannavöldum segir við og því og hvernig hópurinn skýrir þetta kuldakast.

Trúarbragðahópar finna alltaf skýringar fyrir sig. Venjulegt fólk og þeir sem stjórna þjóðfélögum ættu hins vegar að horfa á stóru myndina og sjá að það er ekkert óvenjulegt að gerast í veðrinu og ákveða að það sé fráleitt að ætla að henda hundruðum milljarða í að koma í veg fyrir aukna hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Hnattræna hlýnun sem engin er.  Eða hvað?


Bloggfærslur 5. febrúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 96
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 4461
  • Frá upphafi: 2558894

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 4170
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband