Leita í fréttum mbl.is

Hvar er hnattræna hlýnunin?

kuldiFólk frýs til bana í Bretlandi og það hefur verið óvenjulega kalt á Spáni og allt suður á Kanaríeyjar. Margir tala um að þetta sé einn mesti kuldi sem hafi verið á suðrænum slóðum.

Í fallega veðrinu í dag þar sem hitatölurnar voru ansi langt undir frostmarki og við að hlusta á veðurfréttirnar í kvöld þar sem áframhaldandi kulda er spáð þá velti ég því fyrir mér hvor að hin meinta hnattræna hlýnun af mannavöldum hefði yfirgefið okkur.

Ég velti því líka fyrir mér hvað trúarbragðahópur hinnar pólitísku veðurfræði sem skýrir allar sveiflur í veðri með hnattrænni hlýnun af mannavöldum segir við og því og hvernig hópurinn skýrir þetta kuldakast.

Trúarbragðahópar finna alltaf skýringar fyrir sig. Venjulegt fólk og þeir sem stjórna þjóðfélögum ættu hins vegar að horfa á stóru myndina og sjá að það er ekkert óvenjulegt að gerast í veðrinu og ákveða að það sé fráleitt að ætla að henda hundruðum milljarða í að koma í veg fyrir aukna hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Hnattræna hlýnun sem engin er.  Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Á netinu er til skemmtilegt slangur um svona skrif: The stupid, it burns.

Hér er nýleg grein úr Telegraph

Lykilatriði greinarinnar: 

Scientists point out that the people must distinguish between climate and weather. Weather is what happens in the short term whereas climate is the long term trend. 

Matthías Ásgeirsson, 6.2.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

hnattræn hlýnun hefur ávalt verið sett þannig fram af vísindamönnum að t.d. hér á norðurslóðum eru hafstraumar sérstaklega viðkvæmir fyrir allri þeirri bráðnun sem á sér stað á Norðurskautinu.  Við alla þá ísbráðnun geta komið kuldaskeið vegna óvenjulegra lægða- og hæðagangs.  Vona að þingmaðurinn hafi heyrt skelfilegar fréttir af hitum og þurrkum t.d. í Ástralíu og í Argentínu og nú á dögunum var verið að lýsa yfir neyðarástandi í Kína á ákveðnu svæði vegna mestu þurrka sem þar hafa orðið.

Þingmenn þurfa að læra grundvallaratriði í afleiðingum hnattrænnar hlýnunar.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 6.2.2009 kl. 00:41

3 identicon

Ég er þér ósammála, Jón. Þó það sé kalt í dag þá þýðir það ekki að hnattræn hlýnun sé skyndilega fyrir bý.

Maður þarf að loka augunum ansi hraustlega ef maður sættir sig ekki við þá staðreynd að hitastig á þessum hnetti okkar rokið ógnvænlega upp á síðustu áratugum. Stórborgir eru í flóðahættu og öfgar í veðrinu verða sífellt meiri.

Okkur Íslendingum þykja hlýju sumrin orðin ágæt, en ég er ekki viss um að þeir sem búa í norðurhluta Kína eða í Ástralíu fagni þurrkum og hitabylgjum jafn stíft. 

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 01:03

4 identicon

Ég er sammála þér í þetta sinn Jón þótt það sé sjaldgæft. Hnattræn hlýnun hefur verið fyrir hendi undanfarin ár, en ekki vegna okkar mannanna heldur er þetta bara ein af milljón slíkum sveiflum sem alltaf hafa orðið. Jafn víst og að einn daginn (svo að segja) skellur á ísöld á ný. Mennirnir hafa ekki mikil áhrif, hugsaðu þér alvöru eldgos til dæmis sem myrkvar himinn á allri jörðunni, það er móðir náttúra og hún sér um þetta. Nú er að koma kaldara skeið tel ég, m.a. má sjá það af síldargöngum (síldin var aldrei ofveidd, hún for vegna hlýnandi sjávar) og fleira sem merkja má í náttúrunni sem sýnir að kaldara er að verða, m.a. er norðuheimskautsísinn 25% stærri en verið hefur undanfarin ár.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:49

5 identicon

Held vísindamennirnir viti hvað þeir eru að segja.  Þó það sé að vísu ruddalega kalt, mínus 9 stig Celcius og fólk blátt af kulda.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:02

6 identicon

Þú meinar EE að hlusta á eða trúa því sem SUMIR vísindamenn segja, því svo sannarlega eru þeir ekki allir sammála.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:47

7 identicon

Kenningin um hnattræna hlýnum er ein mesta lygi sem sett hefur verið fram í seinni tíð.  Þetta er nokkuð sem vængstífðir vinstrimenn hafi haldið fram á síðustu árum til að réttlætta tilverugrunn sinn.  Þegar járntjaldið féll og fyrirmyndarheimur visntrimann í í A-Evrópu hrundi, urðu þeir sem vængstífðir og ístöðulausir og þurftu því nýtt viðfangsefni til að réttlétta tilveru sína.  Alheimshlýnuni var þeim því kjörkominn bjarghringur.

Fyrst gekk kenningin út á að það myndi hlýna á Jörðinni.  En þegar hlýnunin lét á sér standa t.d á norðurslóðum, var kenningin "leiðrétt" og sagt að það myndi hlýna meira annars staðar, semsagt hlýnuni yrði mismikil á Jörðinni.

Þegar í ljós kom að á mörgum stöðum á Jörðinni hafi í reynd kólnað en ekki hlýnað, var kenningin enn og aftur leiðrétt, og nú hét það að á sumum stöðum á Jörðinni myndi reyndar kólna, en þó myndi í heildina séð hlýna á Jörðinni.

Nú hefur komið í ljós að síðan árið 2003 hefur meðalhiti á Jörðinni lækkað.  Enn og aftur hafa alheimshlýnunarsinnar leiðrétt kenninguna um alheimshlýnunina, og nú heitir það að þetta sé El-Ninjo veðurfyrirbrigðinu að kenna, og að kólnunin sé bara tímabundin og að það muni hlýna aftur.

En hvað ætla alheimshlýnunarsinnar að segja þegar hlýnunin lætur á sér standa og að alheimskólnunin heldur áfram næstu árin.  Ja, þá munu þeir eiga við "útskýringarvandamál" að etja.  Fróðlegt verður því að sjá á næstu árum, hvaða röksemdir þeir koma með.

Nei, alheimshlýnuni er ekki til.  Hér er bara um veðrasveiflur að ræða sem alltaf hafa átt sér stað og koma því og fara.  Eftir um 20 ára hlýtt tímabil, erum við sennilega að fara inn í 20-25 ára kólnunartímabil . líkt og ríkti á árunum 1960-1985.  Því munum við heyra lítið í alheimshlýnunarsinnum næstu áratugina.

Það eina sem hefur í rauninni breyst er að mælitækin til veðurathugana sem og aðferðirnar eru orðin fullkomnari og nákvæmari en voru hér á árum árum.  Því eru sveiflur í hitastigum mikli sýnilegri en hér áður fyrr.  

Björn G. Jónasson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:08

8 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Gott fólk, skv fullyrðingum Björns eru veðurfarsbreytingar pólitískar.  Ef við kjósum hægri menn þá mun veðrið batna...eða eitthvað því um líkt.

Að veðurfarslegar öfgar sé meiri nú en áður er ómarktækt og að hitamet falli, sjávarborð hækki, kuldar og vindar aukist er bara "eðlilegt" þó að ekki finnist viðlíka breytingar og öfgar síðan skráning á veðurfari hófst.  Þetta hlýtur bara að vera Steingrími J. að kenna

Sigurður Sigurðarson, 6.2.2009 kl. 12:18

9 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það verða alltaf sveiflur í hitastigi á Jörðinni, en til langs tíma mun jörðin kólna. Sólin sem heldur á okkur hita lætur stöðugt frá sér orku út í geiminn og við fáum örlítið brot af þeirri orku, en hún kólnar jafnt og þétt. Í okkar sólkerfi er því stöðug "Global cooling" Þetta mun ekki breytast nema til komi aukin orka til Sólarinar t.d. með því að hún sameinist annari stjörnu, en þá verður ekkert líf á jörðinni hvort sem er, svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því.

Sigurjón Jónsson, 6.2.2009 kl. 12:22

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"We need to get some broad based support,
to capture the public's imagination...
So we have to offer up scary scenarios,
make simplified, dramatic statements
and make little mention of any doubts...
Each of us has to decide what the right balance
is between being effective and being honest.
"
- Stephen Schneider,
Stanford Professor of Climatology,
lead author of many IPCC reports

Ágúst H Bjarnason, 6.2.2009 kl. 13:27

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Meira í þessum dúr á fróðlegri síðu hér.

Ágúst H Bjarnason, 6.2.2009 kl. 13:32

12 identicon

 Ok, þá höfum við það.  Ef við kjósum Steingrím J. verður kalt eins og vanalega.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:40

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hnattræn hlýnun hefur meðal annars birst í því að ísinn á Norðurheimskautinu fer hraðminnkandi. Að rennsli jökulánna sem virkjaðar voru fyrir Kárhnjúkavirkjun hefur aukist stórlega og að jöklar á Íslandi og í öllum heimsálfum fara ört minnkandi.

Hlýnunin hefur valdi auknum snjóþyngslum á hálendi Noregs á veturna vegna vaxandi úrkomu sem fellur sem snjór í fjöllunum.

Samt minnka jökarnir þar vegna þess að hlýrri sumur og meiri sumarrigning gerir meira en að vinna aukna snjókomu á veturna upp.

Var að heyra á Bylgjunni að þú væri að flytja þig um set frá Frjálslynda flokknum. Er þetta rétt ?

Ómar Ragnarsson, 6.2.2009 kl. 13:43

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kuldaköst í Bretlandi og jafnvel Karnaríeyjum um hávetur eru engin rök gegn hnattrænni hlýnun. Einstakir veðuratburðir segja ekkert um hitabreytingar af mannavöldum, til eða frá. Það gera langtíma athuganir hins vegar. Hlýnun jarðar er ekki ''meint'' heldur einföld staðreynd. Hins vegar geta menn deilt um ýmislegt annað varðandi loftslagsmálin. Og það er mjög einfalt að skýra út frá venjulegri veðurhegðun þann kulda sem nú ríkir á Bretlandseyjum - og Íslandi-  þó ekki nenni ég því. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.2.2009 kl. 13:48

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

hnattræn hlýnun er frábær. síðustu sumur hafa verið þau bestu sem ég hef lifað. það er ekki nóg komið fyrr en við fáum nóg að +25°C sumardögum í júní og júlí.

Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 14:33

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

en svona á alvarlegri nótum. hversu mjög hlínaði jörðin í útreikningum vísindamanna, þegar Rússar lögðu niður mælistöðvar sínar þegar sovétið féll? það er. þegar mæligögn hættu að koma frá öllum stöðum í rússlandi, hversu mikil áhrif hafði það á heildar hitastig jarðar í mælingum?

Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 14:35

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Við aðstæður sem þessar þá verður margri kaffihúsamanneskjunni í Mið- og Suður- Evrópu ljóst að náttúran ræður. Við þekkjum það flest hér, en sum okkar blésust upp í góðærinu í trúnni á mátt mannsins.

Íslendingar breyta ekki veðurfari að vild sinni á nokkurn hátt og munu aldrei gera það. Því þarf ekki að ræða lausnir á vandamáli sem ekki er einu sinni vissa um að sé fyrir hendi. Sjávarstöðu verður t.d. aldrei breytt að skapi neins til hundraða ára, það eru nær allir vísnindamenn sammála um.

Ívar Pálsson, 6.2.2009 kl. 14:45

18 Smámynd: Offari

Spádómum vísindamanna um hnattræna hlýnun ber að taka allvarlega. Spádómarnir eru ekki pólitískir vinstri spádómar heldur byggðir á mælingum og þróun síðastliðnar aldar.

Hvort hlýnun jarðar stafar af auknum koltvísýrings í andrúmsloftinu eða annara óútskýranlegrar ástæðna er í raun ekki vitað með vissu.  En munið kreppunin var spáð og þeir sem spáðu voru ómarktækir vinstrisinnar.

Offari, 6.2.2009 kl. 16:47

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hnattræn hlýnuner staðreyn og hún er af mannavöldum.

Málið verður einmitt að hugsa í stórri mynd og  Global Warming kenningin byggir á stórri heildarmynd.

Þó Kalt sé nokkra daga í Englandi og V-evrópu breytir það ekki heildarmyndinni.

Þetta minnir mig á söguna af fyrrverandi formanni Menntamálanefndar Alþingis,  SKK,  sem skirfaði hróðugur eitthvað á þá leið til að sýna framá hve G.W. kenningin væri ólíkleg,  að þegar Al Gore hafi flutt erindi á Íslandi um efnið - þá hefði snjóað í Vesturbænum !

Og svona talaði formaður Menntamálanefndar þjóarinnar.  þetta var hans nálgun á hið alvarlega vandamál sem vofir yfir heimsbyggðinni.

Eg hef áhyggjur af þessu, verð að segja það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 20:47

20 identicon

Hnötturinn okkar er að hlýna en svo er einnig um alla hina hnettina í sólkerfinu. Mér þykir frumstæð apategund eins og við líta ansi stórt á sig þó ekki væri meira sagt. Og hafa vísinda menn í gegnum tíðina ekki í flestum tilfellum haft rangt fyrir sér í því sem þeir hafa sagt? Það er sennilega ekki sérlega langt síðan suðurskautslandið (Uppgötvað 1818) var íslaust síðast. Hvernig annars hefði fornum menningum annars tekist að kortleggja það, íslaust. Kort sem gerð eru eftir eldri heimildum: Piri Reis anno 1513, Oronteus Finaeus anno 1531, Philippe Buache anno 1737. Hvernig gátu þessar menningar vitað af siglingarleiðini um innhafið milli Rosshafsins og Weddellhafsins? Þar sem núna er nokkura km. þykkur ís.

EN, ég tel okkur ekki hafa neinn rétt til að eitra umhverfið eins og við gerum.

Alexander (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 406
  • Sl. sólarhring: 584
  • Sl. viku: 4196
  • Frá upphafi: 2295931

Annað

  • Innlit í dag: 381
  • Innlit sl. viku: 3847
  • Gestir í dag: 362
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband