Leita í fréttum mbl.is

Úrslit liggja fyrir.

Ég vil nota þetta tækifæri hér til að þakka þeim fjölmörgu sem studdu mig og greiddu mér atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina.  Niðurstaðan liggur fyrir og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm og þeim dómi verður að una hvort sem frambjóðendum eða stuðningsmönnum þeirra líkar það betur eða verr.

Ég vissi það allan tímann frá því að ég gaf kost á mér í prófkjörinu að það yrði á brattan að sækja. Bæði var það að ég var nýkominn inn í flokkinn eftir 18 ára fjarveru og hafði engin tengsl inn í flokkskerfið í Reykjavík. Það kom í ljós að það skipti máli. 

Ég hef lagt áherslu á að byggja Sjálfstæðisflokkinn upp sem víðsýnan fjöldaflokk og ég tel að það sé mikið verk að vinna til að ná því marki og hef fullan hug á að taka þátt í því uppbyggingarstarfi.

Stefnulega verður Sjálfstæðisflokkurinn að taka ákvörðun um verðtryggingu og íslensku krónuna. Aðildarumsókn að Evrópusambandinu eða ekki og hvort flokkurinn vill óbreytt fiskveiðistjórnarkerfi svo nokkur dæmi séu nefnd.

Ég  óska vinum mínum og félögum sem skipa efstu sætin á í prófkjörinu í Reykjavík til hamingju með árangurinn og óska þeim allra heilla í starfi sínu.  Þau eiga mikið og vandasamt verkefni fyrir höndum í þeim erfiðu Alþingiskosningum sem framundan eru.

 


Bloggfærslur 15. mars 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 23
  • Sl. sólarhring: 854
  • Sl. viku: 3613
  • Frá upphafi: 2560483

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 3396
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband