Leita í fréttum mbl.is

Mun viðskiptaráðherra axla ábyrgð

Það var fróðlegt að fylgjast með viðtali Helga Seljan við viðskiptaráðherra í Kastljósi nú áðan.  Rætt var um yfirtöku ríkisins á Straumi-Burðarás. Einn banki er fallinn og spurning er hvað þeir sem hæst hafa talað um bankahrun og að það hafi gerst á vakt þessa eða hins og ákveðnir einstaklingar verði að axla ábyrgð segja nú.

Þegar Helgi Seljan ræddi við Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra í vetur þá spurði hann viðskiptaráðherra að því er mig minnir alltaf að því hvort hann  ætlaði ekki að axla ábyrgð á bankahruninu. Nú beið ég spenntur eftir að sjá hverju núverandi viðskiptaráðherra svaraði þessari spurningu Helga Seljan. En svo merkilega vildi til að Helgi spurði aldrei um þetta. Viðskiptaráðherra nýtur greinilega forréttinda sem Björgvin G. Sigurðsson naut ekki.

En af hverju var þörf á að taka Straum Burðarás yfir. Af hverju var þörf á því að hætta peningum skattborgaranna í þetta ævintýri. Hér var ekki um hefðbundinn viðskiptabanka að ræða og ábyrgð ríkisins því takmörkuð ef nokkur. Af hverju þá að taka ábyrgð á milljarða hundruðum?

Í þessu tilviki hefði verið eðlilegra að bankinn hefði farið í skiptameðferð án þess að ríkið blandaði sér í málið eða liggja einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að ríkisstjórnin ákveður að hætta fjármunum almennings með þessum hætti án þess að nokkur þörf sé á?


mbl.is „Auknar líkur á þjóðargjaldþroti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 23
  • Sl. sólarhring: 854
  • Sl. viku: 3613
  • Frá upphafi: 2560483

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 3396
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband