Leita í fréttum mbl.is

Hækka skatta lækka laun.

Það var athyglivert að  hlusta á Katrínu Jakobsdóttur varaformann Vinstri Grænna fjalla um framtíð velferðar- og atvinnmála á fundi frambjóðenda í Reykjavíkurkjördæmi norður. Leið varaformanns Vinstri grænna var sú að  hækka ætti skatta og lækka ætti launin.

Hver er framtíðarsýn stjórnmálamanns sem heldur því fram að helsta bjargráðið í íslenskri pólitík sé að hækka skatta og lækka laun. Hafa launin ekki lækkað nú þegar um þriðjung vegna gengisfalls íslensku krónunnar?

Það var galli að Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG skyldi ekki spurð að því í þaula hvaða skatta hún vildi hækka fyrir utan fjármagnstekjuskattinn sem mun ekki skila miklu miðað við núverandi stöðu og það verður að muna það að fjármagnstekjuskattur bitnar hart á öldruðu ráðdeildarfólki.

Þá var Katrín ekki spurð um það hvað lækka ætti laun í ríkisþjónustu mikið. Ef varaformaður VG vill lækka launin um ákveðið hlutfall þá er hún líka að tala um að lækka elli- og örorkulífeyri.

Er það svona stjórnarfar sem við viljum?  Ekki ég.


Jón Baldvin slettir skyrinu.

Jón Baldvin Hannibalsson Guðfaðir Samfylkingarinnar á greiðari leið en aðrir á miðopnu Morgunblaðsins. Í dag hvetur Guðfaðirinn landsmenn til þess að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og vísar til þess að flokkurinn hafi fengið fjárstyrki á árum áður frá Glitni og Landsbankanum.

Talandi um siðferði í stjórnmálum þá liggur fyrir að Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt hvað harðast að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi hafa samþykkt að tekið yrði við háum styrkjum einkafyrirtækja til flokksins.  Ég er sammála þeim sem telja það dómgreindarbrest að hafa samþykkt að taka við þessum háu styrkjum. En það gleymist í umræðunni að það var helst fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna að reglur voru settar um fjármál stjórnmálaflokka og ríkisstuðning við þá.  Að vísu allt of miklir styrkir af almannafé en það má fjalla um það síðar.

Jón Baldvin minnir kjósendur ekki á að helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar til margra ára er Baugur og fyrirtæki honum tengd. Ættu þá kjósendur með sama hætti að ganga hreint til verks og þurrka þennan smánarblett Samfylkinguna af Alþingi í næstu kosningum.  Það má e.t.v. minna Jón Baldvin og Samfylkingarfólk á að sá sem ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu  er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs.  Opinberanir stjórnmálalaflokkana á fjármálum sínum hefur sannað það sem haldið hefur verið fram lengi að Samfylkingin fengi helst styrki frá Baugi. Það væri gott fyrir Jón Baldvin að minnast þess hvernig forustumenn Samfylkingarinnar hafa hagað málflutningi sínum árum saman til að styðja við bakið á því fyrirtæki, fjölmiðlaveldi þess og amast við rannsóknum á meintum brotum fyrirsvarsmanna fyrirtækisins.

En Jón Baldvin mætti e.t.v. minnast þess líka að það var iðulega um það fjallað með hvaða hætti hann færi með opinbert fé. Afmælisveislur á kostnað ríkisins. Sérstakur fjölmiðlafulltrúi Jóns á kostnað ríkisins í London og þannig mætti lengi telja. 

Það er því miður staðreynd að þjóðin stendur frammi fyrir alvarlegasta vanda sem hún hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Þá skiptir máli hvernig staðið er að stjórn landsins en síður það sem gerðist árið 2006.  Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir takmörkuð ríkisafskipti, takmarkaða skattheimtu og gildi einstaklingsframtaksins. Nú er meiri þörf en áður á að þessi gildi í stjórnmálum hafi öfluga málsvara á þingi. 

Samfylkingin og Vinstri grænir standa fyrir hefðbundin úrræði valdstjórnarsinna með þá trú að hjálpræðið komi frá ríkinu. Slík stefna leiðir til ofurskattheimtu og að því er mér sýnist miðað við stjórn þeirra síðustu mánuði til nýs og alvarlegra  hruns en við höfum hingað til upplifað.


Bloggfærslur 14. apríl 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 106
  • Sl. sólarhring: 799
  • Sl. viku: 3696
  • Frá upphafi: 2560566

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 3477
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband