Leita í fréttum mbl.is

Formaður Framsóknarflokksins á móti greiðsluaðlögun.

Það er með ólíkindum með hvaða hætti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins veitist að þingflokki sínum þegar hann segist mótfallinn frumvörpum ríkisstjórnarinnar um greiðsluaðlögun.

Lög um greiðsluaðlögun er eitt helsta baráttumál neytenda til margra ára hvað varðar löggjöf til hagsbóta fyrir skuldsetta einstaklinga.  Hvað rekur formann Framsóknarflokksins til að taka afstöðu gegn þessum frumvörpum einmitt á sama degi og frumvarpið um greiðsluaðlögun varðandi veðskuldir á íbúðarhúsnæði var rætt á Alþingi.

Þingflokkur Framsóknarflokksins studdi frumvörpin um greiðsluaðlögun. Svo virðist því sem formaður Framsóknarflokksins taki afstöðu gegn helstu hagsmunamálum skuldsettra einstaklinga og fjölskyldna og gegn þeirri afstöðu sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa talað fyrir á Alþingi nú síðast varaformaður Framsóknarflokksins við umræður á Alþingi í dag.


mbl.is Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherra brýtur lög.

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins og einn helsti áhrifamaður Framsóknar sagði í eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gær að Steingrímur J. Sigfússon væri sekur um bókhaldssvindl. Bókhaldssvindl er  alvarlegt afbrot og það veit lögmaðurinn og þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson.

Höskuldur Þórhallsson sem bæði er lögmaður og þingmaður veit að sú meginregla gildir í íslenskum rétti að hver maður skuli talinn saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. Með því að fullyrða að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sé sekur um bókhaldssvindl þá telur Höskuldur greinilega að sekt Steingríms sé sönnuð.

Dómsmálaráðherra fylgdist með umræðunum í gær og þess varð vart að hún lagði sérstaklega við hlustir þegar fram komu fullyrðingar um bókhaldssvindl fjármálaráðherra. Spurning er hvort dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsókn á meintu bókhaldsmisferli fjármálaráðherra í kjölfar yfirlýsinga þingmanns Framsóknarflokksins.

Hvað sem öðru líður um yfirlýsingar þingmannsins þá starfar fjármálaráðherrann. Bókhaldssvindlarinn að mati Höskuldar Þórhallssonar þingmanns Framsóknarflokksins í boði Framsóknar.  Vildi Höskuldur Þórhallsson vera samkvæmur sjálfum sér ætti hann að leggja fram vantrausttillögu á Steingrím J. Sigfússon. Það er ekki hægt að hafa bókhaldssvindlara sem fjármálaráðherra í boði Framsóknar eða hvað? 


Bloggfærslur 8. apríl 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 130
  • Sl. sólarhring: 791
  • Sl. viku: 3720
  • Frá upphafi: 2560590

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 3499
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 122

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband