Leita í fréttum mbl.is

Formaður Framsóknarflokksins á móti greiðsluaðlögun.

Það er með ólíkindum með hvaða hætti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins veitist að þingflokki sínum þegar hann segist mótfallinn frumvörpum ríkisstjórnarinnar um greiðsluaðlögun.

Lög um greiðsluaðlögun er eitt helsta baráttumál neytenda til margra ára hvað varðar löggjöf til hagsbóta fyrir skuldsetta einstaklinga.  Hvað rekur formann Framsóknarflokksins til að taka afstöðu gegn þessum frumvörpum einmitt á sama degi og frumvarpið um greiðsluaðlögun varðandi veðskuldir á íbúðarhúsnæði var rætt á Alþingi.

Þingflokkur Framsóknarflokksins studdi frumvörpin um greiðsluaðlögun. Svo virðist því sem formaður Framsóknarflokksins taki afstöðu gegn helstu hagsmunamálum skuldsettra einstaklinga og fjölskyldna og gegn þeirri afstöðu sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa talað fyrir á Alþingi nú síðast varaformaður Framsóknarflokksins við umræður á Alþingi í dag.


mbl.is Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Útúrsnúningar Jón og þú veist betur en þetta. Við studdum þetta frumvarp á nákvæmlega sömu forsendum og Sigmundur talar um þarna. Við höfum talað fyrir 20% leiðréttingu, eins og Sigmundur gerir, greiðsluaðlögunin er einungis hugsuð sem viðbót við hana í okkar herbúðum. Á þeim forsendum styðjum við hana en ekki sem EINA úrræðið. Nákvæmlega það sama og Birkir Jón sagði í umræðunni í dag. Það sést skýrt og greinilega að þú ert í salnum á meðan hann flutti sína ræðu. Ég geri ráð fyrir að þú hafir verið að hlusta? 

Ef það hins vegar hentar þér að fara vísvitandi með rangfærslur verður þú að eiga það við sjálfan þig og auðvitað segir meira um þig en aðra sem um ræðir í þessu samhengi. 

Helga Sigrún Harðardóttir, 8.4.2009 kl. 17:48

2 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Sæll Jón. Ég vil bara aðeins leiðrétta þig, Sigmundur Davíð segist vera mótfallinn þessu frumvarpi ef það eigi að vera aðgerðir til hjálpar heimilunum eitt og sér. Það þarf miklu meira til en þetta til að koma til móts við íslenskar fjölskyldur en þetta. Persónulega segi ég að þetta frumvarp hefur nákvæmlega ekkert að segja fyrir mig og fólk í minni stöðu. Mín fjölskylda tók ekki þátt í "neyslurugli" eða neinu sem tengist svokallaðri "útrás" en er samt í erfiðleikum vegna afleiðinganna. Ég held, hvort sem það er sanngjarnt eður ei, að tillaga Framsóknarflokksins um flata 20% niðurfellingu skulda almennings sé það sem leysi vanda miklu fleiri heimila en nokkur önnur tillaga sem ég hef séð hingað til.

Kær kveðja og Gleðilega páska :c)

Erla Einarsdóttir, 8.4.2009 kl. 18:25

3 identicon

Jón, hann sagði að greiðsluaðlögun væri stórhættuleg ein og sér.

Einar Skúlason (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:52

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ekki á móti, bara ekki nóg. horfðu aftur á myndskeiðið. þú tekur ekki nógu vel eftir

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.4.2009 kl. 19:19

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ágætu Framsóknarkonur sem komið með athugasemdir og framkvæmdastjóri þingflokksins. Ég er ekki að snúa út úr. Ég hlustaði á viðtalið við formann Framsóknarflokksins og það var ekki samhljómur með því sem hann sagði og þingmennirnir um greiðsluaðlögunarfrumvörpin. Ég hélt að það væri engin ágreiningur um þau góðu mál og þannig töluðu þingmenn Framsóknarflokksins. Þess vegna komu mér þessi ummæli formannsins gjörsamlega á óvart.

Jón Magnússon, 8.4.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég er ekki Framsóknarmaður, en útfærsla þessara svokallaðra greiðsluaðlögunar er til skammar og skil ég vel þá einstaklinga sem gagnrýna þessar tilllögur. Þarna ert þú Jón ekki að hugsa um hag almennings heldur einungis í pólitíkum áróðri. Er það þannig blogg sem við viljum frá svona skörpum manni eins og þér? 

Haraldur Haraldsson, 9.4.2009 kl. 11:35

7 Smámynd: Jón Magnússon

Haraldur ég er mjög ánægður með útfærsluna á greiðsluaðlögunarlögunum að öllu öðru leyti en því sem ég gerði grein fyrir í þingræðu þ.e. að lögin skuli ekki taka til þeirra sem reka eða hafa rekið atvinnustarfsemi síðustu 3 ár. Ég lagði til breytingu á því en hún náði ekki fram að ganga í Allsherjarnefnd Alþingis því miður. Að öðru leyti er ég mjög ánægður með þessa löggjöf og hef raunar barist fyrir því að lög um greiðsluaðlögun yrði sett í rúm 20 ár.

Þannig að ég er ánægður Haraldur og mér finnst það ekki sæma ábyrgum stjórnmálaleiðtoga eins og formanni Framsóknarflokksins að tala þessa löggjöf niður án þess þá að gera góða grein fyrir því hvað hann vill að komi til viðbótar eða í staðinn. Ég ber meiri virðingu fyrir Framsóknarflokknum en svo að mér finnist við hæfi að þar sé viðhaft orðagjálfur eins og ég vek athygli á hér í tveim nýlegum bloggfærslum

Jón Magnússon, 9.4.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 668
  • Sl. sólarhring: 686
  • Sl. viku: 3724
  • Frá upphafi: 2295402

Annað

  • Innlit í dag: 614
  • Innlit sl. viku: 3401
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 580

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband