Leita í fréttum mbl.is

Eva Joly

Fyrrverandi dómsmálaráđherra gekkst fyrir ţví ađ skipađur var sérstakur saksóknari til ađ fara međ máli sem tengdust bankahruninu. Ţađ skiptir miklu ađ vel takist til međ störf sérstaks saksóknara og starfsfólks hans. Ég var ánćgđur međ ţađ ţegar fram kom ađ ráđa ćtti erlendan sérfrćđing Evu Joly til starfa sem ráđgjafa í sambandi viđ ţessa rannsókn. Ţó ađ vissulega hafi runniđ á mig tvćr grímur ţegar ég komst ađ ţví ađ hún virđist meiri stjórnmálamađur núorđiđ en rannsóknardómari ţá útiloka ég ekki ađ ţađ sé fengur ađ fá hana til starfa.  

Ţađ sem kemur mér hins vegar nokkuđ spánskt fyrir sjónir hvađ varđar Evu Joly er ađ hún skuli ekki eiga ađ starfa á skrifstofu sérstaks saksóknara. Ađ hún skuli ekki vera algjörlega tengd ţví embćtti. Ég hefđi taliđ ađ störf hennar myndu nýtast best međ ţeim hćtti. Ég get ekki séđ ađ ţađ sé eđlilegt ađ Eva Joly starfi í einhverjum óskilgreindum tengslum viđ sérstakan saksóknara vegna bankahrunsins.   

Ţá kom sú frétt Jón Ţórisson, arkitekt og tengiliđur Evu Joly á Íslandi eigi ađ fá  greiddar um 480 ţúsund krónur í verktakagreiđslur nćstu tólf mánuđi vegna starfa fyrir hana gjörsamlega á óvart. En auk ţess mun hann fá 1,3 milljónir króna til ađ koma upp og reka skrifstofu í hennar nafni. Ađ sögn Jóns munu heildargreiđslur vegna starfa hans nema um 6,7 milljónum króna á tímabilinu.

Samkvćmt upplýsingum frá dómsmálaráđuneytinu er áćtlađ ađ heildargjöld vegna verkefna á vegum Evu Joly geti kostađ um 67 milljónir króna á ári. Innifaliđ í ţeirri upphćđ eru laun hennar um 1,3 milljónir króna á mánuđi, greiđslur til sérfrćđinga sem hún og sérstakur saksóknari koma sér saman um ađ geti gagnast viđ rannsókn á bankahruninu og greiđslur til Jóns sem tengiliđs Joly.

Samningur Joly gerir ráđ fyrir ţví ađ hún starfi viđ rannsóknina fjóra daga í mánuđi. Í svari ráđuneytisins viđ fyrirspurn Morgunblađsins um máliđ kemur fram ađ Jón muni međal annars „ţýđa nauđsynleg skjöl og afla trúnađarupplýsinga hérlendis sem hann mun koma á framfćri viđ Evu Joly“. Mér finnst ţetta međ miklum ólíkindum. Nefndur Jón er arkitekt en ekki skjalaţýđandi. Hann hefur ekki svo vitađ sé unniđ ađ sakamálum eđa hefur nokkra ţekkingu eđa reynslu í ţví sambandi. Ţá velti ég ţví fyrir mér hvernig Jón á ađ afla trúnađarupplýsinga. Hann hefur ekki stöđu til ađ skođa trúnađarupplýsingar eđa afla ţeirra. Ég spyr af hverju er ţessi mađur ráđinn. Getur enginn annar unniđ međ Joly. Getur enginn sem hefur ţekkingu og hćfi unniđ ţessi verk fyrir hana. Hvađa vitleysa er ţetta eiginlega? 

Mér finnst eđlilegt ađ kallađ verđi eftir svörum frá dómsmálaráđherra hvađ um er ađ rćđa og hvort ţetta geti kallast eđlilegt verklag og líklegra til ađ skila árangri en ţađ ađ Eva Joly vinni á skrifstofu sérstaks Saksóknara og af hverju hún gerir ţađ ekki.

Eins og ég var ánćgđur fyrst ţegar ég frétti af komu Evu Joly til starfa ţá verđ ég ađ viđurkenna ađ allur ţessi umbúnađur og undarlegheit valda mér miklum efa um ađ rétt sé ađ verki stađiđ hvađ hana varđar og ţá sérstaklega ţennan sérstaka Jón skjalaţýđanda hennar og miđlara og aflara trúnađarupplýsinga.  


Bloggfćrslur 9. apríl 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 110
  • Sl. sólarhring: 794
  • Sl. viku: 3700
  • Frá upphafi: 2560570

Annađ

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 3481
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband