Leita í fréttum mbl.is

Einyrkjar í atvinnurekstri njóta ekki velferðar.

Það er hárrétt hjá Neytendasamtökunum að breyta þarf lögum um greiðsluaðlögun þannig að einyrkjar í atvinnurekstri og smáatvinnurekendur geti sótt um greiðsluaðlögun.

Þegar málið var til meðferðar á Alþingi í vor þá barðist ég fyrir því að lagafrumvarpinu yrði  breytt með þeim hætti og benti ítrekað á það í þingræðum að nauðsyn væri til að einyrkjar í atvinnurekstri og smáatvinnurekendur nytu þessa úrræðis sem og aðrir. Því miður var ekki nægjanlegur skilningur á þessu mikilvæga atriði og þess vegna var lagafrumvarpið afgreitt í vor án þess að smáatvinnurekendur eða einyrkjar fengju að njóta þessa réttarúrræðis.

Í umræðunni kom m.a. fram að það gæti verið mikilvægt fyrir bændur og iðnaðarmenn að geta fengið greiðsluaðlögun í ákveðnum tilvikum en þrátt fyrir það að það sjónarmið væri samþykkt þá náðist ekki fram breyting hvað þetta varðar. Nú kemur líklega í ljós fljótlega þegar reynir á lögin að það er óþolandi mismunun að neita smáatvinnurekendum og einykjum um greiðsluaðlögun.

Hugmyndin um greiðsluaðlögun á jafnt við um smáatvinnurekendur sem launþega og þess vegna er mér það óskiljanlegt af hverju mátti ekki láta lögin ná til þessara aðila.

Það verður því að breyta lögunum til að láta þau ná til smáatvinnurekenda og einkyrkja líka.


mbl.is Breyta þarf lögum um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 249
  • Sl. sólarhring: 458
  • Sl. viku: 3839
  • Frá upphafi: 2560709

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 3607
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband