Leita í fréttum mbl.is

Einyrkjar í atvinnurekstri njóta ekki velferðar.

Það er hárrétt hjá Neytendasamtökunum að breyta þarf lögum um greiðsluaðlögun þannig að einyrkjar í atvinnurekstri og smáatvinnurekendur geti sótt um greiðsluaðlögun.

Þegar málið var til meðferðar á Alþingi í vor þá barðist ég fyrir því að lagafrumvarpinu yrði  breytt með þeim hætti og benti ítrekað á það í þingræðum að nauðsyn væri til að einyrkjar í atvinnurekstri og smáatvinnurekendur nytu þessa úrræðis sem og aðrir. Því miður var ekki nægjanlegur skilningur á þessu mikilvæga atriði og þess vegna var lagafrumvarpið afgreitt í vor án þess að smáatvinnurekendur eða einyrkjar fengju að njóta þessa réttarúrræðis.

Í umræðunni kom m.a. fram að það gæti verið mikilvægt fyrir bændur og iðnaðarmenn að geta fengið greiðsluaðlögun í ákveðnum tilvikum en þrátt fyrir það að það sjónarmið væri samþykkt þá náðist ekki fram breyting hvað þetta varðar. Nú kemur líklega í ljós fljótlega þegar reynir á lögin að það er óþolandi mismunun að neita smáatvinnurekendum og einykjum um greiðsluaðlögun.

Hugmyndin um greiðsluaðlögun á jafnt við um smáatvinnurekendur sem launþega og þess vegna er mér það óskiljanlegt af hverju mátti ekki láta lögin ná til þessara aðila.

Það verður því að breyta lögunum til að láta þau ná til smáatvinnurekenda og einkyrkja líka.


mbl.is Breyta þarf lögum um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Mikið er ég þér sammála .

Vigfús Davíðsson, 7.5.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Framsóknarflokkurinn gaf eftir í þessu máli sem og öðrum þrátt fyrir að þeirra frumvarp hefði einyrkja inni. Það sem veldur þessu er rótfast hatur íslendinga á atvinnustarfsemi og sjálfstæðu framtaki, þetta birtist með hvað skýrustum hætti í andúð á þeim sem höfðu yfir farsíma að ráða á tíunda áratugnum. Hér löngu áður kraftbirtist þetta í banni á fiskikrókum sem fiskuðu meira en meðalhásetinn hafði.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.5.2009 kl. 21:33

3 identicon

Ég hef oft rekið mig á að fólk sem hefur verið launþegar allt sitt líf á mjög erfitt með að átta sig á sjálfstætt starfandi fólki og hvað það þýðir að vera sjálfstætt starfandi. Embættismenn eiga alveg sérstaklega erfitt með að skilja þetta fénómen :-) En þetta er náttúrulega bara óskiljanlegt óréttlæti og eitthvað sem að verður að lagfæra strax.

Anna Margrét (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

nú hittist svo á að við erum sammála :)

Það er náttúrulega ótrúleg hræsni hjá stjórnvöldum að hvetja fólk í að stofna sprota og/eða nýsköpunar fyrirtæki, sem í eðli sínu eru þau áhættusömustu, en á sama tíma setja lög sem skerða einstaklingsrétt þessa fólks.

Axel Pétur Axelsson, 8.5.2009 kl. 00:37

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ríkisstjórn "hinna vinnandi stétta" getur ekki verið að hafa áhyggjur af einyrkjum og öðrum gróðapungum.

Sigurður Þórðarson, 8.5.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Réttindi fólks í þessu landi eru reist á þeirri forsendu að viðkomandi eigi aðild að stéttarfélagi og sé launþegi. Þeir sem standa utan stéttarfélaga og starfa hjá sjálfum sér njóta ekki sama réttar og aðrir. Í þessu samhengi myndu sjálfsagt einhverjir hrópa mannréttindabrot, mannrétttindabrot!!! En núverandi stjórnarflokkar hafa nú engan áhuga á þessu utangarðsfólki, sem að vísu er duglegt að bjarga sér sjálft. Væri ekki ráð að láta reyna á þetta réttindamisræmi fyrir dómstólum?

Gústaf Níelsson, 9.5.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 446
  • Sl. sólarhring: 458
  • Sl. viku: 4236
  • Frá upphafi: 2295971

Annað

  • Innlit í dag: 418
  • Innlit sl. viku: 3884
  • Gestir í dag: 392
  • IP-tölur í dag: 386

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband