Leita í fréttum mbl.is

Ónýtur gjaldmiðill?

Þrátt fyrir hæstu stýrivexti í okkar heimshluta  og þó víðar væri leitað er krónan í frjálsu falli.  Þetta gerist þó að víðtæk gjaldeyrihöft hafi verið sett á. Í dag  þarf meir en 180 krónur til að kaupa eina Evru.

Fyrir nokkrum árum sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi formaður Samfylkingarinnar að krónan væri ónýtur gjaldmiðill. Undir það tóku flokkssystkin hennar og margir fleiri.

Hrun krónunnar kom síðan á undan bankahruninu og átti drjúgan þátt í því banka- og efnahagshruni sem varð í október s.l. 

Þrátt fyrir að öllum má nú vera ljóst að það er óðs manns æði að ætla að halda áfarm með krónuna þá er það samt gert og ekki örlar á því að ríkisstjórnin hafi markað eða ætli sér að marka peningamálastefnu sem leysir okkur úr þeim gríðarlega gjaldmiðilsvanda sem við erum í.

Ég flutti fyrir tæpu ári tillögu á Alþingi um upptöku fjölþjóðlegrar myntar og benti á þá möguleika sem við ættum í þeim efnum.  Steingrímur J. virtist síðan gera sér grein fyrir því í stjórnarandstöðu að nauðsyn bæri til að taka upp aðra mynt. Hann er sennilega of önnum kafinn nú ti að geta snúið sér að þeim verkefnum.

Fátt er  miklivægara að hafa starfhæfan gjaldmiðil sem er nothæfur í viðskiptum þannig að lánakjör séu með skaplegum hætti og hægt verði að afnema verðtrygginguna sem er einn versti óskapnaður sem upp hefur verið fundinn sem hækja ónýts gjaldmiðils.

Dansinn í kring um krónuna er hrunadans og við höfum heldur betur mátt finna fyrir því. Það er forgangsverkefni að alvöru peningamálastefna verði mótuð á grundvelli starfhæfrar myntar.

Fólkið í landinu getur ekki og má ekki una því að greiða krónuskattinn lengur.


Bloggfærslur 10. júní 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 3083
  • Frá upphafi: 2560806

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2906
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband