Leita í fréttum mbl.is

Icesave samninganefndin. Hvar var sérfræðiþekkingin?

Samninganefnd ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu var undir forustu Svavars Gestssonar stúdents og var að öðru leyti skipuð starfsfólki í stjórnarráðinu.

Samfylkingarfólk og Vinstri grænir gátu ekki leynt hneykslun sinni í vetur yfir því að fjármálaráðherra væri dýralæknir og Seðlabankastjóri lögfræðingur. Ítrekað töluðu málpípur þeirra í fjölmiðlum um,  að ein mesta meinsemdin í íslensku samfélagi væri skortur á sérfræðiþekkingu.

Í samræmi við það skipar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gamlan vopnabróður sinn úr Alþýðubandalaginu, Svavar Gestsson stúdent til að fara fyrir samninganefnd um flókin lögfræðileg, þjóðréttarleg og bankaréttarleg málefni vegna Icesave. Hvar skyldu VG og Samfylkingi hafa fundið viðunandi sérfræði hjá Svavari til að leiða samninganefndina eða næga sérfræðiþekkingu hjá nefndinni að öðru leyti. Gaman væri nú að heyra í fjölmiðlafólkinu sem mest hneykslaðist í vetur á skorti á sérþekkingu og þá sérstaklega Agli Helgasyni sem ítrekað fjallaði um málið.

Samningarnir um Icesave sem ríkisstjórnin hefur nú undirritað eru í samræmi við það sem við var að búast af jafn vanhæfri samninganefnd og um ræðir.  Í fyrsta lagi þá virðist hafa láðst að taka tillit til löglausri beitingu Breta á hryðjuverkalögum gagnvart Íslandi sem hefur kostað okkur gríðarlega fjármuni. Í öðru lagi þá er vaxtaákvæði samningsins gjörsamlega frjáleitt.  Greiðslutíminn er hins vegar góður og það er það eina.

Það er með ólíkindum að ríkisstjórin skuli hafa fallist á jafn slæma samninga fyrir Ísland.  Góð samninganefnd skipuð góðum sérfræðingum og ríkisstjórn sem byggi yfir nauðsynlegri sérfræðiþekkingu hefði ekki gert slíkan samning. Fjölmiðlamennirnir sem hrópuðu hvað hæst í lok síðasta árs og byrjun þessa ættu  að fjalla um málið út frá því sjónarmiði til að vera samkvæmir sjálfum sér.


Bloggfærslur 7. júní 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 323
  • Sl. sólarhring: 379
  • Sl. viku: 3913
  • Frá upphafi: 2560783

Annað

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 3673
  • Gestir í dag: 277
  • IP-tölur í dag: 273

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband