Leita í fréttum mbl.is

Hver á Bónus?

Kaupþing er með 96% veð í fyrirtækinu Hagar sem rekur m.a. Bónus og Hagkaup. Þeirri spurningu er ósvarað hvort fyrirtækið er meira virði en skuldir þess við Kaupþing. Hver er þá hinn raunverulegi eigandi? Er það Kaupþing eða eru það hluthafar í fyrirtækinu?  Formlega séð eru það hluthafarnir og þeir reka fyrirtækið.

Í markaðsþjóðfélagi er miðað við það að eigandinn taki áhættuna og líði fyrir rangar ákvarðanir ef illa fer en græði ef hagnaður verði á fyrirtækinu. Nú hefur þessari meginforsendu markaðsþjóðfélagsins verið snúið á haus. Öll áhættan er hjá lánastofnunum, sem tapar peningunum ef illa fer en fær aldrei gróðann. Gróðinn fer til þeirra sem reka fyrirtækið.

Þessi tegund af öfugsnúnu markaðssamfélagi leiddi m.a. til bankahrunsins.  Þegar upp er staðið lendir ábyrgðin á skattgreiðendum. Icesave ábyrgðin er ein birtingarmynd þess.

Hvað þá með hina sem eiga fyrirtækin sín og reka á eigin áhættu. Af hverju eiga þeir að sætta sig við að samkeppnisfyrirtæki séu nú rekin í stórum stíl á kostnað skattgreiðenda í gegn um ríkisbanka.


Bloggfærslur 24. ágúst 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 309
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 3534
  • Frá upphafi: 2561923

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 3289
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband