Leita í fréttum mbl.is

Hvernig hefði Sigmundur fréttastjóri tekið á máli Sigmundar þingmanns.

Sigmundur Ernir er fyrrum fréttastjóri á Stöð 2. Á þeim tíma þótti Stöð 2 oft óvægin í umfjöllun sinni um einstaklinga. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvernig Sigmundur Ernir fréttastjóri hefði tekið á því þegar Sigmundur Ernir þingmaður mætti fullur í vinnuna, sagði ósatt og baðst loks afsökunar án þess að gera grein fyrir því af hverju hann var að biðjast afsökunar.  Hefði Sigmundur Ernir fréttastjóri sagt að þetta væri bara stormur í rauðvínsglasi?

Þó það sé einfaldara að skilja fyllerí og ósannindi en golf og veisluhöld í boði auðhringja þá finnst mér það mun frekar þarfnast skýringa af hálfu þingmannsins Sigmundar Ernis. Hann þiggur boð MP banka í golf og veislu. Daginn eftir boð í golf og viðgjörning hjá 365 miðlum sem hafa nýlega fengið 4 milljarða skuld sína frysta eftir því sem sagt hefur verið í fjölmiðlum.  Af hverju var þingmanninum Sigmundi Erni boðið til þessara veisluhalda af hálfu þessara fyrirtækja og hvaða gjald skal greiða fyrir gjöfina.

Sigmundur Ernir alþingismaður skuldar þjóðinni skýringar á því.


Bloggfærslur 28. ágúst 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 310
  • Sl. sólarhring: 467
  • Sl. viku: 3535
  • Frá upphafi: 2561924

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 3290
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband