Leita í fréttum mbl.is

Bloggsíđa veldur vanhćfi

Ég verđ ađ sćta ţví ađ almennar skođanir mínar á ţjóđfélagsmálum eru taldar ţess eđlis ađ ég sé ekki hćfur til ađ gegna starfi sérstaks saksóknara. 

Í bréfi sem ég fékk frá Dómsmálaráđuneytinu varđandi umsókn mína um embćtti sérstaks saksóknara kemur m.a. fram eftirfarandi:

"Eins og getiđ var könnuđum viđ sérstaklega hvort umsćkjendur hefđu tekiđ ţátt í opinberri umrćđu eđa umfjöllun um ţjóđfélagsmál síđastliđiđ ár međ tilliti til ţess hvort á einhvern hátt mćtti draga óhlutdrćgni viđkomandi sem saksóknara ef skipađur vćri međ réttu í efa skv. g liđ 6.gr. 26.gr. laga nr. 88/2008 og lög nr. 135/2008.  Einn umsćkjenda Jón Magnússon heldur hins vegar úti heimasíđu á veraldarvefnum jonmagnusson.blog.is. Ţar hefur Jón ítrekađ tekiđ til umfjöllunar málefni tengd atburđunum í október 2008 er ríkiđ tók yfir stjórn viđskiptabankanna ţriggja. Hann hefur greint frá skođunum sínum bćđi á mönnum og málefnum í ţeim mćli ađ hćtt er viđ ađ verulega myndi reyna á álitaefni um sérstakt hćfi hans sem saksóknara í tengslum viđ ţau mál sem embćttiđ hefur til međferđar."

Frestur var gefinn til dagsins í dag til ađ skila inn athugasemdum til ráđuneytisins.

Í framhaldi af ţví ritađi ég eftirfarandi bréf til ráđuneytisins:

DómsmálaráđherraRagna ÁrnadóttirDómsmálaráđuneytinu v. Arnarhvol   Reykjavík, 14. september 2009.   Vísađ er til bréfs ráđuneytisins vegna umsagnar embćttis sérstaks saksóknara og setts ríkissaksóknara vegna umsóknar minnar um starf saksóknara viđ embćtti sérstaks saksóknara. Samkvćmt tilvitnuđu bréfi er sú eina athugasemd gerđ viđ umsóknina ađ ég hafi haldiđ úti bloggsíđu og tekiđ ţátt í opinberri umrćđu, m.a. um málefni er tengjast ţeim atburđum er ríkiđ  tók yfir stjórn viđskiptabankanna.  Er taliđ ađ vegna ţessa gćti reynt á álitaefni tengdu sérstöku hćfi viđ möguleg störf mín sem saksóknari. Undirritađur mótmćlir ţessari athugasemd og bendir á ađ enginn sérstök ummćli eru tilgreind í bréfi ráđuneytisins, en slík framsetning getur vart talist málefnaleg stjórnsýsla og gerir ţađ ađ verkum ađ ekki eru forsendur til ađ beita andmćlareglu. 

Undirritađur telur sig í skrifum sínum hafa sett fram sjónarmiđ sem lúta ađ almennum viđhorfum og leitast viđ ađ halda ţeirri grunnreglu á lofti ađ menn séu saklausir ţar til sekt ţeirra sé sönnuđ.  Hafa stćrri orđ falliđ af hálfu einstaklinga sem tengjast rannsóknum sérstaks saksóknara án ţess ađ gerđar hafi veriđ sérstakar athugasemdir.  Virđast ţćr yfirlýsingar falla betur ađ pólitísku viđhorfi samtímans.

 Eins og nefnt var ţá er undirrituđum fyrirmunađ ađ nýta andmćlarétt sinn ţar sem ekki er um málefnalega framsetningu ađ rćđa.  Jafnframt er ljóst ađ dómsmálayfirvöld hafa ekki áhuga á ađ nýta sér starfskrafta undirritađs, langa lögmannsreynslu og reynslu af starfsemi fjármálastofnana, en leita ađ einstaklingi međ ţóknanlegri viđhorf.  Af ţeim ástćđum dreg ég umsókn mína til baka.  Virđingarfyllst,  

Jón Magnússon, hrl.


Ţađ á ađ afnema gjaldeyrishöftin

Gjaldeyrishöftin voru mistök frá upphafi.   Á ţeim tíma sem ţau voru sett ţá óttuđust stjórnvöld stóra gjalddaga jöklabréfa, en sá ótti var í raun ástćđulaus. Ekki hefđi skipt máli ţó ađ ţeir sem áttu innistćđur í jöklabréfum  hefđu á sínum tíma fengiđ greitt í verđminni krónun. 

Ísland er ţađ land í heiminum sem byggir hvađ mest á erlendum viđskiptum, innflutningi og útflutningi.  Ađ setja á gjaldeyrishöft var ţví afar óeđlileg ráđstöfun og viđhald gjaldeyrishaftanna er röng stefna. Afleiđingin er sú ađ gjaldeyrir skilar sér ekki og erlendir fjárfestar halda ađ sér höndum.

Talsmenn ráđstjórnarirnnar međ Seđlabankastjórann sem var ađstođarmađur Ólafs Ragnars Grímssonar ţáverandi fjármálaráđherra Alţýđubandalagsins gamla, segir ţađ hins vegar fífldirfsku ađ afnema gjaldeyrishöftin og hótar harđari refsingu fyrir brot á haftastefnunni.

Ţannig er ţađ alltaf undir ráđstjórn. Höftin festast í sessi og ţeim verđur ađ viđhalda međ stöđugt hrađari refsingum og meira eftirliti. Er ekki betra ađ feta brautina til frelsis í gjaldeyrisviđskiptum?


mbl.is Eftirlit međ gjaldeyri hert
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. september 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 346
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 3571
  • Frá upphafi: 2561960

Annađ

  • Innlit í dag: 307
  • Innlit sl. viku: 3318
  • Gestir í dag: 284
  • IP-tölur í dag: 279

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband