Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin er bráðfeig

Það er fátítt í íslenskum stjórnmálmum að ráðherra segi af sér embætti. Ég minnist þess ekki að ráðherra hafi áður sagt af sér hér á landi vegna málefnalegs ágreinings eins og Ögmundur gerir nú. Eins og við var að búast kemur Ögmundur hreint fram og heldur sínum hlutum til haga og heldur vopnum sínum og jafnvel nær fleirum með þeirri afstöðu sinni að segja af sér.

Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon eru sterkustu menn VG og með brotthvarfi Ögmundar er ljóst að ríkisstjórnin er bráðfeig. Illa stóð hún áður.

Það er kaldhæðni örlaganna að Ögmundur Jónasson skuli segja af sér embætti nú vegna Icesave málsins. Icesave málið er í þeim hnút sem það er fyrst og fremst fyrir tilverknað formanns VG Steingríms J. Sigfússonar sem skipaði vini sína sem forustumenn samninganefndarinnar um Icesave, menn sem kunnu ekki til verka og komu með hræðilegan samning sem Steingrímur og Jóhanna skrifuðu strax undir án þess að kanna hvort þingmeiri hluti væri fyrir samþykkt ríkisábyrgðar á samningnum.

Ögmundur er því í raun að segja af sér vegna afleiðinga einkavinavæðingar flokksbróður síns og formanns Steingríms J. Sigfússonar. Útilokað er annað en Vinstri grænir verði að gera þessi mál upp innan flokksins.  Hvernig ætlar Steingrímur að sitja áfram eins og ekkert hafi ískorist miðað við þessar aðstæður?


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 345
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 3570
  • Frá upphafi: 2561959

Annað

  • Innlit í dag: 306
  • Innlit sl. viku: 3317
  • Gestir í dag: 283
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband