Leita í fréttum mbl.is

Á að banna að ljósmyndir séu teknar í húsakynnum dómstóla?

Fyrir nokkru neitaði sakborningur að mæta við þingfestingu máls nema ljósmyndarar færu úr húsinu. Saksóknari sagðist þá mundu færa hann fyrir dóminn með lögregluvaldi. 

Víða um heim er bannað að taka ljósmyndir í húsakynnum dómstóla. Ljósmyndarar verða að bíða fyrir utan dómhús í Bretlandi og Bandaríkjunum svo dæmi séu tekin. Af hverju? Til að veita aðilum máls sérstaklega sakborningum lágmarksvernd.

Það er óneitanlega hvimleitt og óviðeigandi að grunaður maður þurfi að brjóta sér leið í lögreglufylgd framhjá her ljósmyndara þegar hann er færður fyrir dóm. Iðulega er um saklausa menn að ræða sem þannig eru myndaðir og fá ákveðna brennimerkingu almenningsálitsins algjörlega að ástæðulausu.

Væri ekki eðlilegt að banna aðgang ljósmyndara að dómhúsum eins og gerist víða í réttarríkjum? Er ekki sjálfsagt og eðlilegt að sakað fólk njóti þeirra mannréttinda að fá að teljast saklaust þangað til sekt þess er sönnuð?

Dómsmálaráðherra ætti þegar í stað að gera ráðstafanir til að banna aðgang ljósmyndara að dómhúsum. 

 


Bloggfærslur 18. janúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 69
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 3235
  • Frá upphafi: 2562033

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 3001
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband