Leita í fréttum mbl.is

Var þetta ekki Davíð að kenna?

Nýar fréttir af starfsemi Glitnis banka benda til að æskilegt hefði verið að ríkisvaldið gripi fyrr inn í rekstur og stjórn bankans en gert var.

Í september 2008 gat Glitnir ekki staðið við skuldbindingar sínar og leitaði til Seðlabankans. Í framhaldi varð ríkið aðaleigandi bankan. Sumir helstu hluthafar héldu því þá fram að þetta væri vegna haturs Davíðs Oddssonar á þeim.  Nú hefur annað komið í ljós. Þarna fór fram starfsemi sem varð að stöðva og rekstri bankans sjálf hætt vegna óstjórnar.

Vilhjálmur Bjarnason aðjúknt við HÍ hefur verið óþreytandi við að leita réttar litla hluthafns og náð fram mikilvægum upplýsingum í þeirri baráttu um vafasama starfsemi í bankakerfinu fyrir bankahrunið. Hann á heiður skilið fyrir það. Með þeim upplýsingum sem Vilhjálmur hefur aflað og duglegir fréttamenn hefur smám saman verið að koma í ljós að umræðan hér hefur verið á verstu villigötum. Í stað þess að ákæra þjófinn hafa þeir orðið illa úti sem stolið var frá.

Nú er spurningin hvort stjórnvöld og bankar ætla að halda hrungengjunum við völd í fyrirtækjunum  með því að  afskrifa milljarða skuldir þeirra.  

http://www.dv.is/frettir/2010/1/26/glitnir-daeldi-peningum-i-fons-rett-fyrir-hrun


Bloggfærslur 27. janúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 66
  • Sl. sólarhring: 161
  • Sl. viku: 3232
  • Frá upphafi: 2562030

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 2999
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband