Leita í fréttum mbl.is

Slæm tíðindi

Neyðarfundir Jóhönnu Sigurðardóttur vegna skuldavanda einstaklinga, með forustumönnum fjármálastofnana, lykilráðherrum nokkrum þingnefndum og fulltrúum Hagsmunasamtaka heimila og talsmanni neytenda virðast ekki ætla að skila neinu. Það eru slæmar fréttir.

Stærsti vandinn er sá að ríkisstjórnin hefur enga stefnu, engar tillögur og engar lausnir. Séð utanfrá þá virkar forsætisráðherra eins og aðkeyptur fundarstjóri á almennri helgarráðstefnu og ekki verður annað séð en helsti ráðamaður ríkisstjórnarinnar,  fjármálaráðherra, hafi takmarkaðan áhuga á ráðstefnu forsætisráðherra um skuldavandann.

Ötulasti talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Marinó G. Njálsson, segir á bloggi sínu í morgun að ríkisstjórnin bjóði í raun aðeins upp á þrjár leiðir sem allar feli í sér að fólk flytur úr landi með búslóðir sínar. Með því er Marinó í raun að segja að ekkert  hafi gerst á neyðarfundum forsætisráðherra. Ég verð að viðurkenna það að mér fannst slæmt að heyra að svona væri komið því að alltaf held ég í vonina um að forystumenn í íslensku stjórnmála- og fjármálalífs horfist í augu við staðreyndir þeirra vandamála sem venjulegt fólk glímir við í þjóðfélaginu í dag.

Forsenda þjóðarsáttar og nýs upphafs á Íslandi fellst í því að leiðrétta skuldir fólks og fyrirtækja. Hún fellst ekki í því að gefa einhverjum eitthvað heldur leiðrétta það sem ranglega er lagt á fólk eða frá því hefur verið tekið, á grundvelli verðtryggingar eða vegna þeirra fjármálahamfara í þjóðfélaginu sem byrjuðu með gengishruninu.  Annað þarf ekki en ekkert minna dugar.


Bloggfærslur 15. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 292
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 2850
  • Frá upphafi: 2562448

Annað

  • Innlit í dag: 286
  • Innlit sl. viku: 2644
  • Gestir í dag: 280
  • IP-tölur í dag: 273

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband