Leita í fréttum mbl.is

Tjáningarfrelsið og Geert Wilders

Formaður hollenska frelsisflokksins Geert Wilders var ákærður fyrir hatursáróður gegn Íslam m.a. að benda á hvað væri líkt með  Íslam og nasisma. Í kvikmynd sem Wilders gerði "Fitna" gerir hann ítarlega grein fyrir þeim sjónarmiðum og kenningum Íslam sem hann telur andstæð sjónarmiðum vestrænna lýðræðisríkja um mannréttindi, jafnræði og lýðfrelsi.

Óneitanlega er það sérstakt að tjáningafrelsinu kunni að vera sniðinn svo þröngur stakkur að stjórnmálamenn og aðrir sem benda á staðreyndir eða fjalli um mál á hugmyndafræðilegum grundvelli,  þurfi að þola ákærur ríkisins á hendur sér. 

Það merkilega við ákærur á hendur Geert Wilders er m.a. það að saksóknarinn vildi ekki ákæra hann og biður nú um það við meðferð málsins fyrir dómi að Wilders verði sýknaður af öllum ákærum og telur ákærurnar byggðar á veikum forsendum. Saksóknarinn bendir m.a. á að ummæli Wilders séu byggð á því að Íslam sé ákveðin hugmyndafræði sem hann gagnrýni sem slíka.  Dómararnir geta að sjálfsögðu komist að annarri niðurstöðu.  

Annað er líka merkilegt við þetta mál á hendur Wilders. Óháður saksóknari vildi ekki ákæra Wilders en neyddist til að gera það vegna þess að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mikilvægar ávirðingar á hendur áhrifamiklum stjórnmálamanni.  Óneitanlega athyglivert það. 

Vegna skoðana sinna þarf Geert Wilders að hafa um sig fjölmennt lífvarðalið til að tryggja öryggi sitt gagnvart Íslamistum, en hann er ekki fyrsti hollenski þingmaðurinn sem býr við það. Ayaan Hirsi Ali þingmaður bjó og býr líka við þessa.  Hollenska þjóðin gleymir ekki þeim Pim Fortyn sem benti á svipaða hluti og Wilders varðandi Islam og var myrtur  og  Theo van Gogh sem gerði myndina "Submission"  um stöðu kvenna í Íslam, hann var líka myrtur.  Skoðað í ljósi þessara staðreynda verður fróðlegt að sjá hver verður niðurstaða dómstólsins sem mun dæma í máli Wilders í næstu viku.

Óneitanlega verður þessi hollensku dómur ákveðinn prófsteinn á gildi tjáningarfrelsis, en hæstiréttur Íslands hefur í það eina skipti sem svona mál var til meðferðar fyrir dóminum fallið á prófinu og dæmt gegn tjáningarfrelsinu þó um ómerkilegt og lítilfjörlegt mál væri að ræða.

Þeir sem tjá sig með svipuðum hætti og Wilders eru almennt brennimerktir sem hægri öfgamenn þó það fari oft víðs fjarri að það sé rétt sbr. vinstri sinnaða blaðakonan Oriana Fallaci heitin,  sem hvað harðast hefur gagnrýnt Íslam. Óneitanlega er sérkennilegt að ákafir gangrýnendur mannréttindabrota skuli af vinstra fólki vera kallað "öfgafullt hægra fólk".  En það er ein leið til að reyna að þagga niður í gagnrýninni.

 


Bloggfærslur 16. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 175
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2562331

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 2528
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband