Leita í fréttum mbl.is

ASÍ ber ábyrgð á hruninu

ASÍ og lífeyrissjóðir í vörslu forkólfa verkalýðsrekenda bera mikla ábyrgð á hruninu. Fróðlegt verður að sjá með hverju forseti ASÍ ætlar að afsaka ábyrgðarlausa þátttöku ASÍ og lífeyrissjóðanna í gróðabralli banka og fjármálasukki síðustu ára. Launafólk sem og aðrir landmenn eiga heimtingu á að Gylfi Arnbjörnsson geri heiðarlega úttekt á aðgerðum og aðgerðarleysi verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna varðandi efnahagshrunið og hrunadansinn frá aldamótum fram að hruni.

Forusta ASÍ og lífeyrissjóðafurstarnir berjast eins og grenjandi ljón gegn því að launafólki í landinu verði skilað til baka hluta þess ránsfengs sem lífeyrissjóðirnir hafa haft af launafólki með óréttmætri og siðlausri verðtryggingu lána. Gylfi Arnbjörnsson þarf að gera þjóðinni grein fyrir því á ársfundi ASÍ sem hefst á morgun hvernig sú afstaða hans og forkólfa verkalýðshreyfingarinnar samræmist hagsmunum launafólks.

Lífeyrissjóðirnir hafa tapað hundruðum milljarða á banka-sjóða- og verðbréfasukki og forustumenn þeirra höguðu sér með sama hætti og þeir útrásarvíkingar og bankamenn sem verkalýðsforustan ásakar nú um að bera ábyrgð á hruninu. Verkalýðsforustunni væri hollt að horfa á eigin spegilmynd til að sjá bjálkann í eigin augum.

Fróðlegt verður að sjá hvort verkalýðsforkólfarnir sem hittast á ársfundi ASÍ klappa á bak hvers öðrum og finna leiðir til að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um.  Þá verður fróðlegt að sjá hvort þeir ætla að afsaka sig með innantómum marklausum Samfylkingarfrösum um frjálshyggju, einkavæðingu og spilavíti. Sé svo þá  ættu þeir í leið að huga að því að það voru þeir sjálfir sem spiluðu hvað djarfast með lífeyrissjóðina. Það voru þeir sem helltu peningaolíunni á spilavítiseld útrásarvíkinganna og það voru þeir sem sátu í stjórnum fjármálafyrirtækja og hentu hundruðum milljarða í fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki sem og erlent verðbréfabrask.

Gylfi Arnbjörnsson og félagar í ASÍ og lífeyrisfurstarnir ættu að horfast í augu við sjálfa sig eigin ábyrgð og segja af sér og leyfa raunverulegum fulltrúum fólksins að komast að.


Bloggfærslur 20. október 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 158
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 2716
  • Frá upphafi: 2562314

Annað

  • Innlit í dag: 153
  • Innlit sl. viku: 2511
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband