Leita í fréttum mbl.is

Arkitektar og fiskvinnsla

Sama dag og fyrirtæki í kjördæmi sjávarútvegsráðherra sagði upp starfsfólki tilkynnti ráðherrann að hann ætlaði að auka fiskveiðikvótann til hagsbóta  fyrir fyrirtækið svo að draga megi uppsagnirnar til baka. 

Það var löngu tímabært að auka fiksveiðkvótann og gefa t.d. handfæraveiðar frjálsar.  Sértækar aðgerðir eins og þær sem sjávarútvegsráðherra boðar nú orka hins vegar tvímælis og hætta er á að ekki sé gætt jafnræðis borgaranna eða ýmissa annarra reglna í atvinnu- og samkeppnismálum þegar gripið er til slíkra aðgerða. Sjávarútvegsráðherra ætti því að huga að langtímalausnum í stað þess að blekkja fólk með staðbundnum tímabundnum aðgerðum.

Óneitanlega vekur það athygli að sjávarútvegsráðherra skuli bregðast strax við þegar tilkynnt er um uppsagnir hjá Eyrarodda á Flateyri og er þar ólíku saman að jafna og viðbrögð dómsmálaráðuneytisins varðandi atvinnumöguleika arkitekta.

Talsmaður arkitekta sagði frá því sama dag og Eyraroddi tilkynnti um uppsagnir sínar að um helmingur arkitekta á landinu væri án atvinnu en á sama tíma ráðstafaði dómsmálaráðuneytið stóru verkefni, hönnun fangelsis, til danskrar arkitektastofu. Þessi framganga dómsmálaráðuneytisins er fordæmanleg. Fróðlegt verður að sjá hvort dómsmálaráðherra grípi til aðgerða í framhaldi af þessum upplýsingum. Þó ekki væri til annars en að tryggja íslenskum arkitektum sama aðgang að stórum verkefnum og dönskum. 

Óneitanlega sýna þessi tvö dæmi að ekki er fylgt heilstæðri atvinnustefnu hjá ríkisstjórninni og eitt rekur sig á annars horn.  Var fólk ekki að kalla á skilvirka stjórnsýslu?

 

 


Bloggfærslur 6. nóvember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 36
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 2238
  • Frá upphafi: 2562698

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2079
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband