Leita í fréttum mbl.is

Varnarlínan um Steingrím J.

Samningsdrögin í Icesave málinu eru allt að 300 milljörðum hagstæðari  okkur en Icesave samningurinn sem Steingrímur J. og Jóhanna vildu þvinga upp á þjóðina.

Samninganefndin sem Steingrímur J. skipaði undir forustu Svavars Gestssonar var vanhæf. Næsta samninganefnd undir forustu aðstoðarmanns Steingríms var líka vanhæf. Í báðum tilvikum lýsti Steingrímur yfir sérstöku trausti á samningamenn sína. Eftir að alvörusamningamenn voru kallaðir til liggur fyrir að aðgerðir Steingríms í málinu voru í besta falli alvarleg mistök, vanræksla og dómgreindarleysi.

Mistökin,vanræskslan og dómgreindarleysið sem  Steingrímur J. hefur gerst sekur um í Icesave málinu mundu í öðrum lýðræðisríkjum leiða til þess að viðkomandi ráðherra segði af sér. Það ætlar Steingrímur ekki að gera og nú er dregin varnarlína í kring um hann.

Jón Baldvin og aðrir sem verja Steingrím vísa til  kurteisisorða forustumanns samninganefndar Íslands í Icesave málinu. Slík kurteisisorð heiðursmanns sýna innræti hans en afsakar ekki Steingrím J í nokkru. 

Sú síbylja er kyrjuð og markvisst haldið að fólki að þau samningsdrög sem nú liggja fyrir um Icesave séu svona miklu hagstæðari en þau fyrri vegna þess að nú séu aðstæður allt aðrar í heiminum og því hafi í raun ekkert áunnist.

Þegar nær er skoðað sést að þessi varnarlína er þunn og heldur ekki. Kurteisisorð heiðursmanns hafa litla þýðingu við mat á því sem raunverulega gerðist. 

Málefnalegar röksemdir varnarlínunnar um Steingrím halda ekki heldur. Mikill órói er í Evrópu og mun meiri en var þegar samninganefndir Steingríms voru að störfum og luku þeim með  óskapnaði sínum. Efnahagsástandið í Bretlandi hefur versnað til muna og ríkisstjórnin þar verður að grípa til mun harkalegri niðurskurðar í ríkisútgjöldum en Steingrímur J. gerir þó hann þyrfti þess. Það eru því falsrök að halda því fram að aðstæður séu nú allt aðrar og hagstæðari okkur til að ná hagfelldum samningum um Icesave.

Steingrímur á sér enga málsvörn í Icesave klúðri sínu og ber að segja af sér.

Því  má ekki gleyma að Steingrímur J. Sigfússon vildi draga 4 fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm vegna vanrækslu. Nú liggur fyrir að  Steingrímur J. hefur gerst sekur um mun alvarlegri hluti sem hefðu getað bakað þjóðinni mun meira raunverulegt tjón, en það meinta tjón sem þeir fjórir ráðherrar sem Steingrímur ákærði áttu að hafa gerst sekir um.

Steingrímur J. verður að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér?


Bloggfærslur 11. desember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 691
  • Sl. sólarhring: 857
  • Sl. viku: 2893
  • Frá upphafi: 2563353

Annað

  • Innlit í dag: 644
  • Innlit sl. viku: 2691
  • Gestir í dag: 605
  • IP-tölur í dag: 583

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband