Leita í fréttum mbl.is

Ein versta fjármálastofnun landsins

Byggðastofnun hefur ítrekað tapað öllu eigin fé sínu og þurft að fá stuðning frá skattgreiðendum aftur og aftur. Stuðning í milljarðavís.

Byggðastofnun er lánastofnun sem ávallt hefur verið í eigu og umsjá ríkisins og nýtur þess vafasama heiðurs að vera sú lánastofnun íslensk sem oftast hefur þurft að bjarga frá gjaldþroti. Í starfi Byggðastofnunar hafa farið saman pólitísk spilling ásamt andvana hugmyndum byggðastefnu síðustu aldar.  

Lánastofnanir í eigu ríkisins eru  of margar og of miklu af peningum skattgreiðenda hefur verið sóað í gæluverkefni fjármálaráðherra. Tugir milljaða frá skattgreiðendum til  VBS, Saga Capital, Sparisjóðanna, Sjóvár-Almennra trygginga  og núna skal Byggðastofnun réttur örlítill milljarður svo enn eitt hrun fjármálastofnunar verði ekki að veruleika á vakt þessarar ríkisstjórnar. 

Þeir sem tala um gildi opinberra lánastofnana og heimta slíkar ættu að kynna sér starfsemi Byggðastofnunar.  Sporin hræða ekki síður en með eftirlitslausar stórar fjármálastofnanir í einkaeigu að stórum hluta á ábyrgð skattgreiðenda.  Það er best að vera laus við hvoru tveggja.


Ekkert

Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund á föstudaginn og skrifaði þar ásamt forustumönnum lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja undir samning um ekki neitt nema þá helst að skattgreiðendur auki niðurgreiðslur vaxta fyrir fjármálafyrirtæki.

Niðurstaðan:  Innheimtanlegar skuldir skulu innheimtar af fullri hörku. Ekki skal taka tillit til þess að hundruðir milljarða verðbætur hafa fallið á höfuðstóla verðtryggðra lána frá bankahruninu þó samdráttur hafi verið í þjóðarframleiðslu og eignvarverð hafi lækkað verulega. Þar af hafa lífeyrissjóðirnir fengið í sinn hlut 126 milljarða vegna verðtryggingar frá hruni.

Ríkisstjórnin viðheldur gjaldeyrishöftum til að verja krónuna og fjármálafyrirtækin.  Ríkisvaldið ábyrgist allar innistæður fjármálastofnana á kostnað skattgreiðenda. Samt sem áður er viðhaldið gervigjaldmiðli verðtryggingar sem hækkar höfuðstóla lána þrátt fyrir hrun á verði eigna, minnkandi þjóðarframleiðslu og lækkunar launa. Er það virkilega svo að stjórnvöld, stjórnendur lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja átti sig ekki á að það er engin sanngirni í þessu heldur argasta óréttlæti.

Er það virkilega svo að meðan fjármálastofnanirnar eru varðar með gjaldeyrishöftum og ríkisábyrgð að þá sé ekki svigrúm til að fá fulltrúa þeirra til að fallast á afnám verðtryggingar og bakfærslu ránsfengsins. Ef það var ekki hægt þá átti að taka ránsfenginn af þeim. Það hefði verið sanngirni.

Norrænu velferðarstjórninni er sama um sanngirnina og hún hefur enga stefnu í skuldamálum heimilanna.

Staðreyndin er sú að hefði ríkisstjórnin ekkert gert þá væri flækjustigið minna í dag og heimilin betur stödd. 

Með síðustu aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin endanlega tekið vonina frá fólki.  Hún hefur enn einu sinni sýnt að hún er stefnu- og úrræðalaus og gerir þjóðinni mest gagn með því að segja af sér.


Bloggfærslur 6. desember 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 691
  • Sl. sólarhring: 857
  • Sl. viku: 2893
  • Frá upphafi: 2563353

Annað

  • Innlit í dag: 644
  • Innlit sl. viku: 2691
  • Gestir í dag: 605
  • IP-tölur í dag: 583

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband