Leita í fréttum mbl.is

Óvissa um gildi gjaldeyrislána

Óneitanlega er það skrýtin staða að sami dómstóll Héraðsdómur Reykjavíkur skuli kveða upp tvo ósamrýmanlega dóma um lán í íslenskum krónum miðuð við erlenda gjaldmiðla.  Óneitanlega er það líka sérkennilegt að dómurinn skuli ekki hafa verið fjölskipaður í jafn mikilvægu máli þegar þetta álitamál var upphaflega til afgreiðslu hjá dómstólnum.

Nú er algjör réttaróvissa um gildi gjadleyrislánanna og svo verður þangað til Hæstiréttur kveður upp dóma í þessum málum. Nauðsynlegt er að þessi mál fái forgang í réttarkerfinu hagsmunirnir eru það mikilvægir.

Eðlilega kviknar von hjá þeim sem tóku þessi lán og margir sjá fram á að halda eignum sínum verði vitleysa gengistryggðu lánanna leiðrétt. Raunar hefðu stjórnvöld átt að gera það strax.  En þau gerðu það ekki frekar en annað sem þeim bar að gera.

Mér finnst síðari gjaldeyrislánadómurinn athygliverður og er honum sammála að öðru leyti en því að mér sýnist að Neytendastofa hefði átt að tjá sig um þessar lánveitingar á sínum tíma og það stendur í raun enn upp á hana að gera það betra seint en aldrei. 

 


Bloggfærslur 13. febrúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 84
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 3250
  • Frá upphafi: 2562048

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 3016
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband