Leita í fréttum mbl.is

Hverjir stjórna?

Þegar bankakerfið fór í þrot var það aðallega vegna þess að stærstu íslensku skuldararnir gátu ekki greitt skuldir sínar. Fyrirtæki eftir fyrirtæki sem einu sinni voru stöndug með góða eiginfjárstöðu reyndust ekki vera annað en skurnin. Allt eigið fé fyrirtækjanna hafði verið sogað úr þeim og milljarðaskuldir skildar eftir. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru nú einn af öðrum að fá sérstaka fyrirgreiðslu í bankakerfinu þá sérstaklega í Arion banka og stjórna áfram fyrirtækjunum sem þeir keyrðu svo rækilega í þrot.

Eðlilega bregður fólki við að sjá endurreisn hins Nýja Íslands taka á sig þessa mynd. Enduróm þess mátti heyra á Alþingi í dag þar sem stjórnarþingmennirnir Skúli Helgason og formaður viðskiptanefndar Lilja Mósesdóttir sem sagði við það tækifæri að stefnumörkun vantaði í málinu.

Svo virðist sem Skúli Helgason og Lilja Mósesdóttir átti sig ekki á því að það er þeim að kenna að stefnumörkun vantar um það með hvaða hætti skuldir verði afskrifaðar bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.

Raunar stendur mest upp á viðskiptaráðherrann og formann viðskiptanefndar að móta stefnu í þessum málum. Það er á þeirra ábyrgð  og ríkisstjórnarinnar  að málin skuli vera í þvílíkri endemis óreiðu sem þau Lilja og Skúli Helgason stjórnarþingmenn benda réttilega á.

Hvar er nú sá glaðbeitti viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon sem kunni allan vanda að leysa við fræðimannsborðið í Háskólanum og sem ræðumaður á útifundum Harðar Torfasonar. Þraut hann erindið þegar hann þurfti að fást við raunveruleg viðfangsefni?

Hvar eru nú tillögur hinnar eitursnjöllu og ráðagóðu Lilju Mósesdóttur formanns viðskiptanefnar Alþingis sem hafði tillögur um lausn mála og endurreisn hins Nýja Íslands á reiðum höndum á Iðnófundum og öðrum fundum Gunnars Sigurðssonar leikstjóra fyrir ári síðan?

Aðgerðarleysiskostnaðurinn vegna vanhæfrar ríkisstjórnar er þegar orðin gríðarlegur. Þau siðrof sem nú eru að verða í þjóðfélaginu vegna siðlausra ákvarðana bankanna sem heyra undir ríkisstjórnina eru þó mun alvarlegri og leiða til þess að góðir Íslendingar hafa ekki lengur trú á íslensku þjóðfélagi.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/17/gagnryndi_vinnubrogd_bankanna/


Bloggfærslur 17. febrúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 81
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 3247
  • Frá upphafi: 2562045

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 3013
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband