Leita í fréttum mbl.is

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún dæmir sjálfa sig úr leik

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur uppgötvað að frjálshyggjustefna Sjálfstæðisflokksins hafi valdið efnahagshruninu.  Ekki veit ég hvort þetta er hluti af varnarræðu hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, en hvað sem því líður þá er þetta jafnvitlaust.

Bankahrun varð í Bretlandi þar sem flokksbræður Ingibjargar hafa verið við völd lengur en Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi. Bankahrun varð líka á Írlandi og víðar í Evrópu. Gildir eitthvað annað í þeim löndum? Eða var e.t.v. frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins líka um að kenna hvernig fór hjá Bretum og Írum?

Fólk er fljótt að gleyma og óminnisheilkennið er landlægt í Samfylkingunni. Flokksmenn muna ekki að þeir sátu í ríkisstjórn frá 2007 til 1. febrúar 2009 með Sjálfstæðisflokknum. Ingibjörg var utanríkisráðherra árið fyrir bankahrun og í hruninu en fyrir hrunið fór hún um víða veröld til að tala fallega um íslenska efnahags- og bankaundrið.

Ef til vill er Ingibjörg Sólrún búin að gleyma því að hún var á bólakafi allt sumarið og fram á haust árið 2008 við að tala við einræðisherra og fremjendur mannréttindabrota vítt og breitt um veröldina til að fá þá til að kjósa Ísland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ef til vill er Ingibjörg Sólrún líka búin að gleyma því að hún reyndi eftir mætti að halda viðskiptaráðherranum úr eigin flokki frá öllum ákvörðunum um banka- og efnahagsmál en annast um þau sjálf þar til að hún gat ekki meir vegna heilsubrests.

Mikið hefði ég viljað sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur reyna að lyfta pólitískri umræðu á hærra plan og  fjalla um efnahagshrunið þannig að einhver vitræn glóra sé í.  Þessi ummæli Ingibjargar eru af sama toga og þau að vængjasláttur milljón fiðrilda í Kína  orsaki fellibyl á Kyrrahafi.

Hvernig var það annars. Var ekki helsti skuldari þjóðarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson á hægra brjóstinu á Ingibjörgu Sólrúnu alla tíð og var það ekki þessi þúsund milljarða skuldari sem styrkti Samfylkinguna um tugi ef ekki hundruð milljóna. 

Hvað með það. Af hverju ekki að tala greina einfalda hluti með eðlilegum hætti. Það var ekki stjórnmálastefna sem olli efnahagshruninu. Allt of margar upplýsingar liggja fyrir sem sýna fram á allt annað. Furðulegt að Ingibjörg Sólrún skuli ekki hafa áttað sig á þeim staðreyndum.  


Bloggfærslur 25. febrúar 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 85
  • Sl. sólarhring: 139
  • Sl. viku: 3251
  • Frá upphafi: 2562049

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 3017
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband