Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland

Til hamingju kæru landsmenn. Um 98% þeirra sem afstöðu taka í þjóðaratkvæðagreiðslunni sögðu nei. Yfirgnæfandi meiri hluti hafnaði  samningum Steingríms og Jóhönnu.

Þrátt fyrir að þjóðin hafi talað með afgerandi hætti þá láta Steingrímur og Jóhanna eins og ekkert hafi í skorist.  Það er rangt.  Bæði reyndu þau að fá fólk til að mæta ekki á kjörstað og hvorugt þeirra kaus. Í annan stað voru lögin sem þau þvinguðu í gegn um Alþingi kolfelld af þjóðinni.

Vandamálin sem hafa skapast í kring um þetta mál eru fyrst og fremst á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar sem tók málið strax eftir kosningar úr  farvegi og setti það í flokkspólitíska forsjá vina og vopnabræðra þeirra Svavars Gestssonar og Indriða Þorlákssonar.

Hvaða rökræn glóra er í því, að fjármálaráðherra sem hefur sett mál í þann farveg sem þjóðin hafnar með svo afgerandi hætti, sitji áfram sem ráðherra?  Í öðrum lýðræðisríkjum mundi Steingrímur J. Sigfússon biðjast lausnar fyrir hádegi á mánudaginn og axla þar með pólitíska ábyrgð á Icesave samningsklúðrinu sem hann ber ábyrgð á.


Bloggfærslur 6. mars 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 96
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 3262
  • Frá upphafi: 2562060

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 3028
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband