Leita í fréttum mbl.is

Aðför að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur

Það er fordæmanlegt að fréttamiðlarnir visir.is og dv.is skuli með fréttaflutningi sínum hafa staðið að því að hvetja fólk til að gera aðför að heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem fréttamiðlar gera mannsöfnuð fjögurra einstaklinga að fjöldamótmælum og hvetja óbeint til aðfarar að heimili viðkomandi.

Þetta er sennilega líka í fyrsta sinn sem aðför er gerð þó örfámenn hafi verið að heimili óbreytts þingmanns. Fyrir ári mátti dómsmálaráðherra þola aðför að heimili sínu vegna þess að ráðuneyti hennar gerði tilraun til að framfylgja lögum um innflytjendur. Öfgafólk fyrir landamæralausu Íslandi var ekki á sama máli og brást við með þessum ósæmilega hætti. Sú aðför var almennt fordæmd.

Það verður hver að svara fyrir sig og sínar gerðir og sýslan á eðlilegum vettvangi.  En það verður að vera órjúfanlega tengt íslenskri  menningu og siðferði að við virðum einstaklingsfrelsi og friðhelgi einstaklingsins þar með talið heimilisfrið fólks. Allir fjölmiðlar og stjórnmálamenn eiga að sameinast í fordæmingu á aðför eins og þeirri sem tilraun var gerð í gær til að gera að heimili Þorgerðar Katrínar.


Bloggfærslur 16. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband