Leita í fréttum mbl.is

Röng sjálfsásökun Ingibjargar. Það var Samfylkingin í heild sem brást.

 Ingibjörg Sólrún brást ekki Samfylkingunni miðað við  stefnuna sem Samfylkingin markaði árið 2007 og þeim áherslum og athugasemdum sem kynntar voru í Borgarnesi af hennar hálfu.

Samfylkingin brást þjóðinni.

Forusta Samfylkingarinnar hamaðist á þeim sem rannsökuðu mál hrunfyrirtækjanna og talaði um pólitískar ofsóknir og þyrlaði upp pólitísku moldviðri til að verja hrunfyrirtækin og sáði þannig þegar í lok árs 2006 og byrjun árs 2007 þeim fræjum sem gáfu brjóstmylkingum Samfylkingarinnar í fyrirtækja- og fjármálaþjónustu greiðari leið til áframhaldandi svikastarfsemi.  Samfylkingin á að viðurkenna sök í stað þess að skella skuldinni á samstarfsflokk sinn eða fyrrverandi formann.

Ingibjörg Sólrún ber ekki meiri sök en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Þær mótuðu stefnuna saman og störfuðu saman.

Í stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir kosningar 2007 er sett fram sú stefna að

"skapa hagstætt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki í fjármálaþjónustu....."

Í Borgarnesræðu fyrri sagði Ingibjörg m.a.:

"Í efnahags- og atvinnumálum hljótum við líka að leiða til öndvegis leikreglur hins frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir. Ef ketti er ætlað að veiða mýs þá má einu gilda hvort hann er svartur eða hvítur – svo lengi sem hann gegnir sínu hlutverki. Í atvinnu- og efnahagslífinu eru það umferðarreglurnar sem gilda og þær eiga að vera skynsamlegar og í þágu alls almennings. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim. Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé orðstír fyrirtækja jafnskaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Oddssonar eins og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki – þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við. Þetta er verkefni Samfylkingarinnar. Samfylkingin á að vera óháð öllum helstu eignahópunum í samfélaginu, hún á að gæta almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna." http://www2.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Raedur/LesRaedu/12

Síðari Borgarnesræða Ingibjargar er almennari en þeir sem áhuga hafa á geta fundið hana hér: http://www2.samfylking.is/Forsida/Umraedan/Raedur/LesRaedu/13

Ingibjörg brást ekki kjósendum sínum eða Samfylkingunni miðað við þessa tilvitun í fyrri Borgarnesræðu hennar. Hún hélt áfram að vinna að hagsmunum Íslenskrar erfðagreiningar sem nú er gjaldþrota, Baugs sem nú er gjaldþrota, Kaupþings sem nú er gjaldþrota og Norðurljósa sem náðu nauðasamningum við lánadrottna sína og var búlkurinn í því sem síðar varð 365 miðlar ehf.

Þáverandi stjórn Norðurljósa var þannig skipuð:  Skarphéðinn Berg Steinarsson, formaður, Pálmi Haraldsson, varaformaður, Kristinn Bjarnason, Halldór Jóhannsson og Gunnar Smári Egilsson. Framkvæmdastjóri: Sigurður G. Guðjónsson.

Þessi fyrirtæki sem Ingibjörg og Samfylkingin báru sérstaklega fyrir brjósti árið 2007 og veittu Samfylkingunni ríflegastan fjárstuðning og fóru öll í þrot  þrátt fyrir pólitískan stuðning Samfylkingarinnar. Allt eru þetta  fyrirtæki sem hafa ríflega sáð  til efnahagshrunsins í október 2008.

 


Bloggfærslur 18. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband