Leita í fréttum mbl.is

Skattgreiðendur allra landa sameinist?

Flugsamgöngur í Evrópu hafa legið niðri að mestu í viku vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Deila má um hvort þar ráði ofurvarúð. 

Eftir viku tálmun í flugsamgöngum er hrópað  á neyðaraðstoð vegna þessa fárs og gildir einu hvort um er að ræða talsmenn flugfélaga, ananasbændur í Gana, blómabændur í Kenýa, ávaxtabændur í Ísrael eða fisksölumenn í Evrópu. Jafnvel er talað um verulegar búsifjar í fjármálum heimsins.

Nú sannast það fornkveðna að það er engin búmaður nema kunna að berja sér.  Varla geta framleiðendur og flugfélög staðið svo veikt að þau þoli ekki vikutálmun flugsamgangna.  En það má alltaf kalla á stóru mömmu, ríkið, og heimta fé skattgreiðenda til að standa undir öllu mögulegu og ómögulegu. Ríkið eyðir hvort eð er svo miklu í óþarfa og rugl að þeir sem nú krefjast inngöngu í ríkisfjárhirslur sjá ekki að það muni um einn sláturkepp í viðbót.

Það er kominn tími til að breyta þessu hugarfari og miða við gömlu gildi markaðsþjóðfélagsins um að fólk byggi upp fyrirtæki og aðstoð ríkisins sé til að standa vörð um grundvallar velferð fólks.  Sennilega þarf að breyta  gamla vígorðinu og segja: Skattgreiðendur allra landa sameinist. Þið eigið engu að tapa nema fjötrunum en þið hafið lífshamingju að vinna.


Bloggfærslur 21. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband