Leita í fréttum mbl.is

Dauđa höndin

Kreppustjórnin gerir allt sem hún getur til ađ komast hjá niđurskurđi í ríkisrekstrinum.  Skattar voru  hćkkađir á áfengi, tóbaki og bensíni auk ţess  sem virđisaukaskattur var hćkkađur. Allt leiddi ţetta til hćkkunar á verđtryggđum lánum fólksins. Samt er ríkissjóđur rekinn međ hundrađmilljarđa halla.  Hin dauđa hönd ríkisumsvifanna leggst međ meiri ţunga og stöđnunarmćtti á ţjóđlífiđ.

Nú hefur villta vinstriđ ţau Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson fundiđ leiđ til ađ skattleggja ţjóđina meira til ađ komast hjá nauđsynlegum niđurskurđi ríkisútgjalda. Eđa eins og Ögmundur segir ađ ţá sé hćgt ađ komast hjá niđurskurđi á velferđarkerfinu. Hvađa velferđarkerfi? Ef til vill velferđarkerfi flokkslíkamabarnanna í Samfylkingunni og Vinstri grćnum sem veriđ er ađ koma fyrir vítt og breitt í ríkiskerfinu.

Ţađ felst ekki nein velferđ fyrir venjulegt fólk í aukinni skattheimtu. Fćra má rök ađ ţví ađ ţađ hefđi veriđ skynsamlegra til ađ koma athafnalífinu í gang ađ lćkka virđisaukaskatt og bensíngjald í stađ ţess ađ hćkka. Ţá skerum viđ okkur úr međal ţeirra ţjóđa sem hafa lent í niđursveiflu vegna efnahagskreppunnar í heiminum. Í löndum eins og Lettlandi og Ungverjalandi hefur veriđ tekiđ myndarlega á ríkisútgjöldum og gerđar ráđstafanir til ađ örva atvinnulíf.   Ţar eru ríkisstjórnir sem hugsa um framtíđarhagsmuni ţjóđarinnar. Ţar eykst hagvöxtur og atvinnuleysi minnkar.

Hér eykst atvinnuleysi og framleiđsla dregst saman annars vegar vegna rangrar stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og skattamálum en hins vegar vegna úrrćđa- og getuleysis hennar.

Ţađ eina sem hefur veriđ til bjargar á ţessum vetri er eldgos á Fimmvörđuhálsi, en ţađ hefur ekkert međ ađgerđir ríkisstjórnarinnar ađ gera nema ţađ megi túlka ţađ svo ađ landvćttirnir sjái ađ málum sé nú stefnt í hiđ versta óefni og eitthvađ verđi ađ gera ţjóđinni til bjargar ţar sem stjórnvöld hvorki geri ţađ né geti ţađ.


Bloggfćrslur 6. apríl 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 3114
  • Frá upphafi: 2562069

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2892
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband