Leita í fréttum mbl.is

Besti flokkurinn

Enn mælist Besti flokkurinn með mikið fylgi. Þess eru dæmi að ný framboð hafi mælst með mikið fylgi í skoðanakönnunum nokkru fyrir kosningar en fylgið síðan hrunið af þeim. Nú virðist það vera að gerast miðað við síðustu könnun að Besti flokkurinn er ekki að tapa fylgi heldur bæta við sig.

Vinur minn einn skráði sig til heimilis í Reykjavík nokkru fyrir áramót til að geta kosið Besta flokkinn.  þessi maður er eldheitur hugsjónamaður og hefur iðulega staðið framarlega í baráttunni. Nú finnst honum allir stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist og það þurfi að veita þeim ráðningu. Spurning hvort flestir þeir sem ætla að kjósa Besta flokkinn hugsi svipað.

Verði það niðurstaðan að Besti flokkurinn verði stærsti eða meðal stærstu flokkanna í Reykjavík við þessar kosningar hvaða skilaboð eru kjósendur þá að senda.

Stjórnmál eru altaf rammasta alvara hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ef svo fer að grínflokkur nýtur trausts stórs hluta kjósenda umfram hefðbundna stjórnmálaflokka þá þurfa þeir sem vilja láta taka sig alvarlega í pólitík heldur  betur að skoða hlutina upp á nýtt.

Partýinu er nefnilega lokið alvaran verður að taka við. Það þó fyrr hefði verið.


Bloggfærslur 17. maí 2010

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 31
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 3141
  • Frá upphafi: 2562096

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2915
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband